Steinsteypufélagið stendur fyrir opnum fundi um málefnið, þriðjudaginn 11. maí næstkomandi, á Grand Hótel Reykjavík, kl - PDF

Description
Eru kröfur til menntunar og þjálfunar starfsfólks í steinsteypuiðnaðinum á Íslandi viðunandi? Hvernig er háttað kröfum til menntunar og símenntunar hjá þeim sem vinna við hönnun, framleiðslu og niðurlögn

Please download to get full document.

View again

of 8
All materials on our website are shared by users. If you have any questions about copyright issues, please report us to resolve them. We are always happy to assist you.
Information
Category:

Resumes & CVs

Publish on:

Views: 166 | Pages: 8

Extension: PDF | Download: 0

Share
Transcript
Eru kröfur til menntunar og þjálfunar starfsfólks í steinsteypuiðnaðinum á Íslandi viðunandi? Hvernig er háttað kröfum til menntunar og símenntunar hjá þeim sem vinna við hönnun, framleiðslu og niðurlögn steinsteypu og hvernig er ástandið í dag. Eflaust er það mjög mismunandi en við fyrstu sýn virðist sem að hjá okkar hámenntuðu þjóð séu litlar eða engar kröfur um þekkingu, þjálfun eða reynslu manna sem ganga í þessi störf, þótt þau séu um margt vandasöm og krefjist ákveðinnar grunn þekkingar á steinsteypu. Afleiðingarnar blasa víða við því miklar steypuskemmdir eru bæði í nýjum byggingum og gömlum. Nágranna þjóðir okkar hafa tekið þessi mál föstum tökum og gera kröfu um þekkingu, þjálfun og símenntun. Þar eru í boði fjöldi námskeiða á þessu sviði. Steinsteypufélagið stendur fyrir opnum fundi um málefnið, þriðjudaginn 11. maí næstkomandi, á Grand Hótel Reykjavík, kl Framsöguerindi halda: Þorvaldur Nóason, verkfræðingur og leiðbeinandi á ýmsum steinsteypunámskeiðum í Noregi Fulltrúi frá Félagi byggingafulltrúa Óskar Valdemarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins Sigurjón Ólafsson, tæknifræðingur hjá byggingafélaginu Eykt Sigurður Heimir Sigurðsson, múrarameistari Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Byggingastaðlaráðs Sigurður Helgi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins Að venju er fundurinn opinn öllum áhugamönnum um steinsteypu og er aðgangur ókeypis. Kaffiveitingar verða á fundinum. Námskeið um steinsteypu maí 2004 Steinsteypufélag Íslands, í samvinnu við Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, stendur fyrir námskeiði um steinsteypu, dagana maí Leiðbeinandi er Þorvaldur Nóason verkfræðingur sem búsettur hefur verið í Noregi um árabil og hefur m.a. haldið fjölda námskeiða um steinsteypu fyrir Norska Steinsteypufélagið. Auk þess munu Ólafur Wallevik og Rögnvaldur Gíslason fjalla um sjálfútleggjandi steinsteypu og sement. Námskeiðið er haldið að norskri fyrirmynd og hentar sérstaklega vel fyrir framleiðendur á steinsteypu hvort sem um er að ræða framleiðslu á hefðbundinni steinsteypu eða framleiðslu á steypu í ýmisskonar einingar. Námskeiðið getur þó hiklaust einnig nýst verktökum og öðrum sem vinna með steinsteypu. Námskeiðið verður haldið hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins að Keldnaholti. Þátttökugjald er krónur og eru námskeiðsgögn, kaffi og hádegisverður innifalin. Skráning er hjá Steinsteypufélaginu, á þátttöku má einnig skrá í síma Skráning er þegar hafin. Sjá nánari dagskrá á næstu síðu Lausleg dagskrá: 1.Efnahvörf sements og vatns a. Myndefnin (hvernig er efnabreytingin) b.mikið, litið eða nóg vatn c.hörðnunarferlið 2.Sement og kísilryk a. Framleiðsla b. Eiginleikar c. Form efnahvarfa 3. Fylliefnin a. Eiginleikar b. Kornastærðardreifing c. Kornalögun 4. Íblendi (loftblendi, þjálniefni, flotefni) a. Tegundir b. Notkunarsvið c. Möguleikar 5. Steinsteypan a. Hvernig virka hin ýmsu hlutefni í steypu, hvert fyrir sig og saman b. Uppskriftahönnun c. Að hanna þjála, sterka, fallega steypu d. Sjálfútleggjandi steypa 6. Afhending/móttaka steypu a. Flutningar b. Aðlögun á afhendingarstað c. Móttaka 7. Almennir eignleikar steypu a. Ferks steypa b. Hörðnuð steypa 8. Grotnunarferli (Niðurbrot steypu) a. Kolsýring b. Salt c. Frostskemmdir d. Alkaliefnahvörf Börge Miklar rannsóknir hafa farið fram á alkalívirkni í steypu á Íslandi, einkum fyrir um 20 árum, og síðan hefur að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir skemmdir af völdum alkalívirkni. Í ljósi breyttra tíma og nýrra aðstæðna og reynslu erlendis frá er hinsvegar nauðsynlegt að endurmeta stöðuna og afla nýrrar þekkingar. Notkun á innfluttum sementstegundum hefur stóraukist síðastliðin ár og komin er á markað íslensk sementstegund með hátt alkalímagn og verulega skerta kísilryksíblöndun frá því sem áður var. Þá er í auknum mæli notuð innflutt fylliefni í steypu. Við höfum skuldbundið okkur til að taka upp samræmda evrópska staðla og prófunaraðferðir, en þeir eru nokkuð frábrugðnir þeim sem notaðir hafa verið hér verið til þessa. Nú er í undirbúningi rannsóknarverkefni til tveggja ára sem hefur það að markmiði að leggja grunn að reglum eða þjóðarskjali við nýja steypustaðalinn ÍST EN 206-1, steinefnastaðalinn ÍST EN og við væntanlega evrópska prófunarstaðla vegna alkalívirkni. Að undirbúningi verkefnisins standa Hönnun hf ásamt Línuhönnun hf og Rb. Væntanlegur ávinningur af verkefninu er að geta af öryggi mætt breyttum aðstæðum og að vera áfram í fremstu röð þjóða við að taka á alkalívandamálum. Prófunaraðferðir á Íslandi Ýmsar aðferðir til að meta virkni íslenskra fylliefna hafa verið notaðar, t.d. múrstrendingapróf (ASTM C-227 Mortar Bar Test) og efnafræðipróf (ASTM C 289 Chemical Test). Undanfarin ár hafa á alþjóðlegum vettvangi komið upp efasemdir um áreiðanleika og um hagnýtt gildi þessara prófunaraðferða, (sjá umræður m.a. Wigum et. al.,1997). Prófunaraðferð ASTM C-227 hefur verið gagnrýnd, t.d. að meðalþensla fjögurra strendinga úr einni blöndu sé ónákvæmt, prófið hefur sýnt áður þekkt virkt fylliefni sem óvirkt og bíða þurfi í heilt ár eftir niðurstöðunum. Alþjóðlegar rannsóknir hafa þróast ört og hraðvirkt múrstrendingapróf er æ meira notað í alkalírannsóknum erlendis. Með því fást niðurstöður á 16 dögum. Prófið hefur verið staðlað í Bandaríkjunum (ASTM C-1260), Kanada (CSA A ) og af Rilem (RILEM AAR-2). ASTM C-1260 hefur verið prófað á Íslandi, en lítil reynsla er af notkun þess hérlendis og því hafa menn nær eingöngu stuðst við ASTM C-227 prófið. Af þeim sökum er í rauninni ekki vitað hvaða krítisku þenslumörk eiga við íslensk fylliefni. Víða annarsstaðar í heiminum hefur verið lagt í miklar rannsóknir til að geta tengt krítisk þenslumörk við það sem gerist raunverulega í steyptum mannvirkjum, bæði með kortlagningu í mörkinni og með því að prófa steypublöndur með steypustrendingaprófi. Hérlendis hafa þó verið gerðar nokkrar tilraunir með RILEM steypustrendingapróf. Niðurstöðurnar voru svipaðar og með ASTM C-227, með einni undantekningu, óvirkt efni skv. ASTM mældist virkt með RILEM aðferðinni. Þriðja útgáfa berggreiningakerfis Rb, sem tók gildi 1987, felur ekki í sér sérstaka athugun á alkalívirkni og lítið er vitað hvaða bergfræðilegir eiginleikar sem og aðrir efniseiginleikar íslenskra fylliefna ráða alkalívirkni. Þar af leiðandi er ekki hægt, að svo stöddu, að nota berggreiningarkerfi Rb til að gera greinarmun á virku efni og óvirku og spá fyrir um hegðun hinna ýmsu virku efna. Alþjóðlegar prófunaraðferðir RILEM nefndin TC-ARP hefur lagt fram tillögur að þremur aðalprófunaraðferðum: AAR-1 Berggreiningaraðferð, AAR-2, Hraðvirkt múrstrendingapróf og AAR-3 Steypustrendingapróf. Nefndin leggur til að fyrst skuli prófa steinefni með berggreiningu og að ekki sé æskilegt að treysta eingöngu á hraðvirka múrstrendingaprófið, heldur verði að staðfesta niðurstöður með steypustrendingaprófi. Allt þetta verður rannsakað nánar í evrópsku rannsóknarverkefni (www.partner.eu.com), þar sem bæði Hönnun og Rb eru þátttakendur. Reglugerðir á Íslandi Í Byggingareglugerð frá 1998 eru ákvæði um að steinefni til steypugerðar skuli vera prófað m.t.t. alkalívirkni. Tilgreindar eru tvær prófunaraðferðir (þenslur múrstrendinga); ASTM C-227 og ASTM C-1260, og gefin mörk um hvenær steinefni telst óvirkt. Í Byggingareglugerð segir enn fremur að efnissala sé skylt að láta prófa steinefni reglulega hvort steinefni sé virkt eða óvirkt. Ef steinefni reynist virkt þarf efnissali að sanna að sú blanda af steinefni og sementi, sem nota skal, sé innan leyfilegra marka, þó að ekki séu fyrirliggjandi á Íslandi steypustrendingapróf með viðeigandi krítisk þenslumörk til að meta þetta. Byggingareglugerð þarf að endurskoða og setja þarf skýrari reglur um þessi mál miðað við ASTM C Breyta þarf ákvæðum um ábyrgð efnissala á virku fylliefni og ófullnægjandi er að setja aðeins ein viðmiðunarmörk um 0,1% þenslu fyrir kísilryksblandað sement þegar kísilrykblönduðu sementstegundirnar Portland og Kraft gefa sitt hvora niðurstöðuna, annað sýnir ákveðið fylliefni óvirkt og hitt virkt. María Dís Ásgeirsdóttir nemi í byggingatæknifræði hefur í vetur unnið að lokaverkefni sínu sem fjallar um alkalívirkni, á rannsóknarstofu Hönnunar hf. Í verkefninu voru skoðuð áhrif sex mismunandi sementstegunda á eitt þekkt virkt fylliefni í hraðvirka múrstrendingaprófinu RILEM AAR-2 (sambærilegt ASTM C-1260). Niðurstöður sýndu að val á sementi (bæði m.t.t. alkalímagns og íblöndunar kísilryks) hefur mikil áhrif á þensluna. Niðurstöðurnar sýna að magn alkalí og kísilryks slær mjög mismunandi út. Það sem við hins vegar vitum ekki er hvort þetta endurspeglar raunverulegar aðstæður í steypu. Þetta þarf að rannsaka með steypustrendingum. Samvirkni frosts/þíðu og alkalívirkni Dr. Ríkharður Kristjánsson hjá Línuhönnun hefur sett fram þá tilgátu að þær alkalískemmdir sem komið hafa fram í mannvirkjum hér á landi séu afleiðing af slöku veðrunarþoli, þ.e.a.s. að steypa verði í upphafi fyrir frostskemmdum og rakadræg alkalívirk korn umbreytist og verði rakadræg og frostveil. Á rannsóknarstofu Línuhönnunar er unnið að rannsókn vegna tilgátu Ríkharðs. Framtíðarverkefni Í því verkefni sem er í undirbúningi munu eftirfarandi þrír megin þættir sem jafnframt lýsa markmiðum þess verða skoðaðir: prófa og aðlaga að íslenskum aðstæðum aðferðir til að meta alkalívirkni fylliefna og steinsteypu, í framhaldi af því, rannsaka hvaða bergbrigði eru alkalívirk og því næst að finna með rannsóknum krítisk mörk fyrir skaðlega alkalívirkni. Dr. Børge Johannes Wigum, Hönnun hf. Aðalfundur Steinsteypufélagsins 2004 verður haldinn fimmtudaginn 27. maí kl á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Skýrsla gjaldkera og samþykkt reikninga 3. Lagabreytingar 4. Kosning stjórnar 5. Ákvörðun félagsgjalda fyrir einstaklinga 6. Önnur mál Að þessu sinni ganga tveir menn úr stjórn eftir fjögurra ára setu í stjórninni, þeir Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem undanfarin tvö ár hefur verið formaður félagsins og Árni Ísberg sem undanfarin tvö ár hefur verið ritari þess. Félagið vill nota tækifærið og þakka þeim félögum fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu þess. Þeir sem áhuga hafa á að starfa í stjórn félagsins eru beðnir um að koma upplýsingum þess efnis til félagsins fyrir fundinn eða gefa kost á sér á aðalfundinum. Danska Steinsteypufélagið hélt fund í Kaupmannahöfn um evrópsku steypustaðlana hinn 21. apríl síðastliðinn. Farið var yfir hvaða staðlar hefðu tekið gildi, hverjir væru væntanlegir og fjallað um hvaða breytingar þessir staðlar hefðu í för með sér. Undirritaður fór á þennan fund sem fulltrúi Steinsteypufélagsins þar sem markmiðið var að kynnast afstöðu Dana til staðlanna og hvernig þeir útbúa sín þjóðar- eða leiðbeiningarskjöl. Evrópskir staðlar og CE merking Evrópustaðlarnir eru settir af evrópsku staðlanefndinni CEN (Comite Europeen de Normalisation) en Ísland er einn af 22 meðlimum í nefndinni. Staðlarnir hafa það að markmiði að fjarlægja tæknilegar viðskiptahindranir á milli landa og skapa þannig grunn fyrir frjálsa verslun milli þeirra. Staðlagerðin gengur þannig fyrir sig í stórum dráttum að tækninefnd hjá CEN semur uppkast, það er sent til umsagnar hjá löndunum, leiðrétt, sent í samþykktarferil og ef það fæst, gert að staðli. Þegar staðallinn hefur tekið gildi skulu að aðlögunartíma loknum allir þjóðarstaðlar sem eru í ósamræmi ( conflicting ) numdir úr gildi. Í ákveðnum tilvikum er gert ráð fyrir að þjóðir gefi út þjóðarskjöl, leiðbeiningarskjöl eða að stjórnvöld einstakra landa þurfi að mæla fyrir um ákvæði sem taka á sérstökum aðstæðum landanna og fylli upp í hugsanlegar holur. Staðlarnir eru gefnir út á þremur opinberum tungumálum, ensku, frönsku og þýsku. Þýðingar á önnur tungumál geta einnig fengið sömu stöðu og upprunalega útgáfan. Evrópustaðlarnir sem samdir eru og gefnir út í tengslum við tilskipunina um byggingarvörur kallastsamhæfðir staðlar (hen, harmonized European Standards). Þeir eru ekki bara viðmiðun sem markaðurinn getur farið eftir ef hann vill heldur nánast lagatexti sem skal halda sig við. Þetta þýðir jafnframt í mörgum framleiðslugreinum með vörur á markaði, þó ekki steinsteypu, að gerð er krafa um CE merkingu sem er staðfesting á að vara sé framleidd og prófuð í samræmi við hina samevrópsku og samhæfðu staðla. Nú hefur nokkur fjöldi staðla sem fjalla um steypu á einhvern hátt tekið gildi sem þjóðarstaðlar og margir eru á leiðinnni. Upplýsingar um stöðu staðlanna má m.a. finna á slóðinni Afstaða Dana Svo virtist á fundarmönnum á fundinum í Kaupmannahöfn að tilfinningar Dana til hinna sameiginlegu staðla væru blendnar. Annars vegar mikið talað um gömlu góðu dagana fyrir 1980 þegar allt var einfalt og danskt, framleiðslan, staðlarnir og kröfurnar. Og kvartað var yfir vissri Miðjarðarhafsþjóð sem ætti það til að koma með langlokuskrif sem enginn skildi en rötuðu síðan inn í staðlana. Hins vegar sögðu þeir að ef aðrar Evrópuþjóðir gætu notað staðlana gætu þeir það einnig. Þeir fái inn ýmsa staðla sem þeir ættu enga möguleika á að útbúa sjálfir. Síðan hafa þeir mikinn skilning á hinum sameiginlega evrópska markaði og segja að hinir 5 milljón Danir geti ekki hagað sér eins og þeir séu óháðir veröldinni í kringum sig. Samt er greinilegt að í sínum leiðbeiningarskjölum ganga Danir mjög langt í að halda í sína gömlu sérvisku, jafnvel svo að þeir virðast vera að á mörkum þess að fara á svig við ákvæði staðalanna í einhverjum tilfellum. Líkt og við Íslendingar líta Danir á sig sem smáa í þessu samstarfi. Greinilegt er þó að þeir hafa möguleika á að þýða miklu fleiri staðla og miklu meiri vinna er í gangi með leiðbeingararskjölin í Danmörku en hér á landi. Fyrirlesararnir sem voru á miðjum aldri kvörtuðu yfir hve oft tæki langan tíma að koma stöðlum í gegnum kerfið og töldu að þeir yrðu komnir á eftirlaun áður en allir staðlar sem komnir eru af stað yrðu afgreiddir. Eurocode Hvergi eru þessir tímar nýrra staðla eins ruglingslegir og hjá þeim sem vinna við burðarvirkjahönnun. Ekki einungis þurfa þeir eins og aðrir að fylgjast með innleiðingu nýrra staðla og átta sig á hvaða breytingar þeir hafa í för með sér heldur taka þeir staðlar sem skipta máli í hönnuninni ekki allir gildi á sama tíma. Þá verður að hafa í huga að notkun þeirra á ekki að hefjast fyrr en staðlasettið í heild er komið út, samdir hafa verið þjóðarviðaukar við hvern staðal fyrir sig og tilvitnun til staðlanna er komin í byggingarreglugerð. Evrópsku forstaðlarnir (ENV) sem eru í gildi hérlendis munu því gilda enn um sinn. Samhliða gilda einnig dönsku þolhönnunarstaðlarnir með íslenskum sérákvæðum. Burðarvirkisstaðlarnir eru á rólegri siglingu í rétta átt. Staðlar um álag og öryggi EN 1990 (EC0) og EN (EC1) eru orðnir landsstaðlar en steypuhönnunarstaðlarnir EN (EC 2-1) eru á leið í endanlega samþykkt. Danir greiddu atkvæði gegn honum á grundvelli ágreinings um plasticitetsteoríu. Athugasemdir þeirra týndust í kerfinu en þeir eru að reyna að koma inn leiðréttingu á síðustu stigum. Þeir eru mjög daprir yfir væntanlegu brotthvarfi DS 411 og telja jafnframt að öryggisstuðlar lækki um 10% við upptöku staðlanna. EN 206 Steypuframleiðslustaðallinn EN 206 hefur tekið gildi sem landsstaðall. M.a. vegna mismunandi veðurfars í suðri og norðri og krafna þess vegna hafa Danir tekið þann kost að gefa út leiðbeiningarskjal með þessum staðli sem er álíka viðamikið og staðallinn sjálfur þrátt fyrir að þar sé aðeins tekið á þeim atriðum sem þarfnast skýringa og viðbóta. Athygli vekurmeðhöndlun þeirra á samræmisreglum fyrir styrk sem hafa valdið mönnum miklum heilabrotum og undirritaður hélt um illskiljanlegan fyrirlestur fyrir nokkru. Þar virðast þeir halda sér að mestu við sínar gömlu aðferðir. Annað: Veðrunaflokkar EN 206 og DS 481 eru flokkaðir saman og settar kröfur fyrir flokkana. M.a. teknar inn kröfur til frostþolni og loftbóludreifingar og loftbóludreifingar Kröfur um vatnsþétta steypu eru skilgreindar Leiðbeiningar um prófun á sjálfútleggjandi steypu Takmarkanir settar við notkun á eiginleikaprófunum öðrum en á frostþoli við skilgreiningu á steypu Takmarkanir settar um sementsgerð, og sementsmagn (mjög sérviskulegar) Annað sem vakið var athygli á í staðlinum eru auknar takmarkanir á klóríðinnihaldi, lýsing á skilgreiningum hönnuða á steypu, notkun fjölskyldna við prófanir og minni kröfur til prófsteypa hjá framleiðendum með sögu. Að lokum Það er greinilegt að við Íslendingar eigum töluverða vinnu framundan við aðlögun að nýjum stöðlum og við að útbúa séríslenskar leiðbeiningar. Vegna smæðarinnar er mikilvægt að nýta sér að einhverju leyti það sem aðrar þjóðir hafa til málanna að leggja. Forðast ætti að setja reglur sem eru of íþyngjandi og hafa í huga að kollsteypur eru varasamar og geta valdið slysum. Einar Einarsson, verkfræðingur Innan Evrópsku stöðlunarsamtakanna CEN starfar fjöldi nefnda að staðlagerð vegna steinsteypu. Ein þessara tækninefnda er CEN/TC 104 Concrete. Á vegum nefndarinnar hefur m.a. verið unnið að gerð staðla um framleiðslu og niðurlögn steinsteypu. Jafnframt fer fram vinna að staðlagerð hérlendis á vegum Staðlaráðs Íslands og Byggingarstaðlaráðs (BSTR). Vinna við þýðingar Fyrir tæplega tveimur árum tók gildi staðall um framleiðslu steinsteypu, þ.e. ÍST EN Concrete Part 1: Specification, performance, production and conformity. Á vegum Staðlaráðs Íslands og BSTR hefur verið unnið að þýðingu staðalsins til þess að gera hann aðgengilegri fyrir notendur hans. Drög að þýðingu á meginhluta ÍST EN liggja nú fyrir og hefur starfshópur á vegum BSTR lokið við að fara yfir hana. Hins vegar er eftir að þýða þá viðauka sem eru til upplýsingar (informative). Þegar vinnu við þessa viðauka er lokið er gert ráð fyrir að þýðingin fari til umsagnar með sama hætti og frumvörp að stöðlum. Í starfshópi BSTR sem vann við að fara yfir þýðinguna sátu Eggert Valmundsson, VST, Guðbrandur Steinþórsson, THÍ, Guðni Jónsson, Rb, Ragnar Pálsson, Línuhönnun, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hönnun og Vífill Oddsson, Teiknistofunni Óðinstorgi. Jafnframt hefur verið ákveðið að þýða forstaðal sem fjallar um steypuframkvæmdir, þ.e. FS ENV Execution of concrete structures Part 1: Common. Rétt er að geta þess að nú stendur yfir á vegum CEN/TC 104 endurskoðun forstaðalsins FS ENV og því getur verið eðlilegt að bíða með þýðingu þar til þeirri endurskoðun er lokið. Reyndar stóð ekki til að hefja þá vinnu fyrr en þýð
Related Search
Similar documents
View more...
We Need Your Support
Thank you for visiting our website and your interest in our free products and services. We are nonprofit website to share and download documents. To the running of this website, we need your help to support us.

Thanks to everyone for your continued support.

No, Thanks