Samstarf í þágu barna - PDF

Description
Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Anni G. Haugen Samstarf í þágu barna Samvinna grunnskóla og barnaverndar Í samfélagi nútímans er farsæl skólaganga og menntun oftar

Please download to get full document.

View again

of 13
All materials on our website are shared by users. If you have any questions about copyright issues, please report us to resolve them. We are always happy to assist you.
Information
Category:

Healthcare

Publish on:

Views: 15 | Pages: 13

Extension: PDF | Download: 0

Share
Transcript
Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2012 Anni G. Haugen Samstarf í þágu barna Samvinna grunnskóla og barnaverndar Í samfélagi nútímans er farsæl skólaganga og menntun oftar en ekki lykillinn að velgengni í lífinu. Því er öllum börnum mikilvægt að fá góðan stuðning og hvatningu í námi og þjálfun í félagslegri færni í skólanum. Barnaverndarnefndir á Íslandi sinna á ári hverju miklum fjölda barna á grunnskólaaldri, oftast með því að aðstoða barnið heima, en í þeim tilvikum sem barn er talið vera í hættu á heimili sínu eða í þörf fyrir umfangsmeiri aðstoð er hægt að vista það á fóstur- eða meðferðarheimili. Því má ætla að samstarf skóla og barnaverndar þurfi að vera náið og markvisst en ýmsar vísbendingar eru þó um að það megi bæta. Börnin sjálf og foreldrar þeirra virðast telja æskilegt og mikilvægt að þessar tvær stofnanir vinni vel saman. Yfirleitt telja skólastjórnendur samstarfið vera gott en að skólinn fái takmarkaðar upplýsingar um það hvort unnið sé með mál ákveðinna barna hjá barnaverndarnefnd eða hvernig það sé gert. Ræða þyrfti betur hvernig starfsmenn skóla og barnaverndarstarfsmenn vinna best saman að því að leysa úr málum barna í vanda. Í greininni er fjallað um samstarf skóla og barnaverndar og stöðu barna í skóla og dregnir fram þættir sem þörf er á að bæta frekar til að slíkt samstarf geti þróast og dafnað til hagsbóta fyrir barnið. Greinin er byggð á íslenskum og erlendum rannsóknum og fræðigreinum um efnið. Höfundur er lektor við Félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. For the sake of the children: Collaboration between schools and child protection Excellence at school and getting a good education is considered the main key to a successful life in modern society. Getting support and encouragement for their academic and social development at school is of vital importance to children. The child protection services in Iceland work with a great number of children of obligatory school age. Most of these children and their families receive help in their homes. Only when the child protection service evaluates the child to be at risk in the home or the child s needs are greater than that which can be provided for in the home will the child be placed in foster care or an institution. It could therefore be expected that there should be a close, systematic collaboration between schools and the child protection service. There are clear signs that this is not always the case, despite the fact that children and their families find it important that these two institutions work closely together. Most school principals find the collaboration with the child protection services to be good. They do stress however that the schools get limited information about whether and how the child protection is handling individual cases. Further discussions are needed about how the school can participate in child protection cases. This article is built on International and Icelandic research and published articles. It discusses how the collaboration between schools and child protection services, the 1 children s situation at school and the important issues that have to be developed in order for this partnership to develop in the best interest of the child. The author is assistant professor at the Faculty of Social Work, School of Social Sciences, University of Iceland. Inngangur Á hverju ári berst barnaverndarnefndum landsins mikill fjöldi tilkynninga um að grunur leiki á að börn búi við vanrækslu eða ofbeldi eða að þau stefni eigin heilsu og þroska í hættu með hegðun sinni. Á árunum voru milli 73 og 80% þeirra barna sem barnaverndarnefndir höfðu afskipti af á aldrinum 6 17 ára eða rúmlega börn á ári (Barnaverndarstofa, 2012a). Í flestum tilvikum er börnunum og fjölskyldum þeirra veitt aðstoð á meðan börnin búa heima enda leggja barnaverndarlögin áherslu á að ætíð skuli beita vægustu úrræðum sem líkleg eru til að bæta aðstæður barnsins. Telji barnaverndarnefnd að ekki sé hægt að veita barni nauðsynlegan stuðning heima er unnt að vista það utan heimilis, ýmist í stuttan tíma eða til langframa (Barnaverndarlög nr. 80/2002). Flest börnin eru skólaskyld og ætla má að samstarf barnaverndarnefndar og skóla geti skipt sköpum um það að bæta aðstæður barnsins og undirbúa það til að takast á við þau verkefni sem bíða þess. Samstarf þessara aðila hefur þó stundum verið litað tortryggni og vantrausti (Baklien, 2009). Starfsmenn skóla hafa gagnrýnt barnaverndarstarfsmenn fyrir að veita þeim litlar upplýsingar um það hvort verið sé að vinna í málum barnsins og þá hvernig (Gerður Sif Stefánsdóttir, 2011). Barnaverndarstarfsmenn gagnrýna hins vegar að þótt tilkynningum frá skólum hafi fjölgað nokkuð á undanförnum árum komi þær oft ekki fyrr en vandamál barnsins eru orðin veruleg og því erfiðara en ella að veita því stuðning (Barnaverndarstofa, 2008). Í þessari grein verður fjallað um samstarf grunnskóla og barnaverndar í ljósi þeirrar þekkingar sem við höfum á samstarfinu. Fjallað verður um lög sem kveða á um samstarf þessara aðila og tengsl barnaverndarnefndar við menntakerfið auk erlendra rannsókna um skólagöngu barna sem barnaverndarnefndir hafa haft afskipti af. Þá verður gerð grein fyrir þeim íslensku rannsóknum sem til eru um viðhorf þessara barna og foreldra þeirra til samstarfs skóla og barnaverndar og væntingar sem þeir hafa til þess. Þannig verður reynt að varpa ljósi á forsendur samstarfsins og jákvæða þætti þess auk þess að benda á atriði sem betur mega fara. Ákvæði laga um samstarf grunnskóla og barnaverndar Í barnaverndarlögum er víða að finna ákvæði sem varða samstarf við skóla og aðra sem sinna málefnum barna. Má þar t.d. nefna að skólastjórar og kennarar eru sérstaklega tilgreindir ásamt öðru fagfólki í ákvæði um tilkynningaskyldu þeirra sem afskipti hafa af bornum (17. grein). Við könnun máls skal sérstaklega leita upplýsinga um skólagöngu barns (22. grein), öllum sem stöðu sinnar vegna hafa afskipti af málefnum barns er skylt að hafa samstarf við barnaverndarnefnd og það samstarf á að vera gagnkvæmt (20. grein); barnaverndarnefnd skal meta þörfina á samstarfi við aðra aðila, svo sem skóla, þegar gerð er áætlun um meðferð máls (23. grein) og skólum ásamt öðrum stofnunum er skylt að láta barnaverndarnefnd í té upplýsingar (44. grein) (Barnaverndarlög nr. 80/ 2002). Á sama hátt eru í lögum um grunnskóla ýmis ákvæði er snerta samstarf og samskipti skólanna við barnaverndarnefndir. Í 12. grein kemur fram að þagnarskylda starfsmanna skóla nái ekki til atvika sem eru tilkynningarskyld samkvæmt lögum; í ákveðnum tilvikum ber skólastjóra að leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda (14. og 19. grein) og ef þurfa þykir skal skólinn stuðla að samráði við barnaverndaryfirvöld um málefni einstakra nemenda (40. grein) (Lög um grunnskóla nr. 91/2008). Samstarf barnaverndar og grunn- 2 Samstarf í þágu barna: Samvinna grunnskóla og barnaverndar skóla á sér því víða stoð í lögum en þau segja ekki til um hvernig samstarfinu skuli háttað þannig að það þjóni sem best hagsmunum barnsins. Staða barna í skóla Lagerberg og Sundelin (2000) telja að ein besta fyrsta stigs forvörn sem samfélagið hefur að bjóða sé skólinn með því að undirbúa börnin fyrir framtíðina. Þau vísa í því samhengi til rannsókna Rutter (1983) sem taldi að hið félagslega skipulag skólans hefði áhrif á viðveru nemenda, hegðun og viðhorf til kennslunnar. Þannig eykst geta nemenda þó að félagslegar, greindarfarslegar og fjárhagslegar aðstæður þeirra séu slakar. Menntastofnunum nútímans er ætlað að búa börn og unglinga undir flókin verkefni fullorðinsáranna og fátt er ungu fólki eins mikilvægt til framtíðar litið og menntun. Takist nemanda ekki að mæta kröfum skólans aukast mjög líkur á að honum verði útskúfað á einhvern hátt og að hann nái ekki að fóta sig í lífinu, enda eru atvinnumöguleikar, þokkaleg laun og félagsleg staða á fullorðinsárum nátengd því hvernig viðkomandi manneskju leið í skóla og hvaða árangri hún náði þar (Egelund, Hestbæk og Andersen, 2004; Frønes og Strømme, 2010). Því yngri sem nemandi er þegar hann fellur úr námi þeim mun minni möguleika hefur hann í framtíðinni, bæði í félagslegu og menntunarlegu tilliti. Það sama á við um nemendur sem fá mjög lága einkunn úr grunnskóla; þeim er margfalt hættara við að eiga í sálfélagslegum erfiðleikum síðar á lífsleiðinni en nemendum með hærri einkunn. Í mörgum tilvikum er hér um að ræða börn sem eru í fóstri eða á meðferðarstofnunum eða börn sem alast upp í fjölskyldum sem fá endurtekna fjárhagsaðstoð sveitarfélags (Socialstyrelsen, 2010). Mörg börn sem barnaverndarnefndir hafa afskipti af, bæði hér á landi og erlendis, koma úr umhverfi sem litað er áhættuþáttum eins og fátækt og að alast upp hjá einstæðu foreldri (Barnaverndarstofa, 2012a; Stevenson, 2007; Wulczyn, Smithgall og Chen, 2009). Börnin eiga líka sjálf við ýmsa erfiðleika að stríða eins og athyglisbrest, þunglyndi, og hegðunarerfiðleika (Freydís Jóna Freysteinsdóttir, 2008) en slíkir erfiðleikar eru líklegir til að hafa veruleg áhrif á námsárangur (Egelund o.fl., 2004). Fjölmargar rannsóknir sýna að mikil hætta er á að börn sem verða fyrir vanrækslu og/eða ofbeldi nái takmörkuðum árangri í skóla (Stevenson, 2007; Stone, 2007). Þetta á einnig við um börn sem barnaverndarnefndir hafa afskipti af, hvort sem börnin eru vistuð utan heimilis eða njóta aðstoðar á eigin heimili (Berridge, 2007; Egelund o.fl., 2008; Hestbæk, 2011; Vinnerljung, Öman og Gunnarsson, 2005). Norsk langtímarannsókn meðal fólks, sem barnaverndaryfirvöld höfðu haft afskipti af, sýna að aðeins 34% þess höfðu notið framhaldsmenntunar eftir grunnskóla. Sé litið til þjóðarinnar í heild höfðu 80% fólks þar í landi haldið áfram námi eftir grunnskóla (Clausen og Kristofersen, 2008). Á Íslandi hefur engin kerfisbundin athugun farið fram á því hvernig þeim börnum, sem barnaverndarnefndir hafa afskipti af, vegnar í skóla, hvorki í námi né í félagslegu tilliti. Ástæður afskipta barnaverndar eru í flestum tilvikum erfiðar aðstæður sem markaðar eru ofbeldi, vanrækslu og fátækt og þessi atriði geta haft áhrif á skólasókn og námsgetu barnanna (Barnaverndarstofa, 2012a). Vísbendingar eru þó um að skólavandi þessara barna sé verulegur. Í rannsókn Freydísar Jónu Freysteinsdóttur (2008) um vanda unglinga sem annaðhvort fóru á meðferðarheimili eða fengu aðstoð frá barnaverndarnefnd á meðan þeir bjuggu heima kom fram að stór hluti þeirra glímdi við námsvanda. Upplýsingar úr ársskýrslum Barnaverndarstofu sýna hins vegar að erfiðleikar barns í skóla eru ástæður tilkynninga í aðeins rétt rúmlega 2% tilvika (Barnaverndarstofa, 2012a). Áhugavert væri að skoða nánar hvort svo sé raunin eða hvort hér skorti á skráningu. Guðbjörg Gréta Steinsdóttir (2011) rannsakaði félagslega stöðu, stuðning og viðhorf ungs fólks sem barnaverndarnefnd í Kópavogi hafði haft afskipti af. Svarendur voru 78 og meirihluti þeirra hafði aðeins lokið grunnskólaprófi þegar rannsóknin var gerð. Þeir töldu 3 að samvinnu hefði skort milli skólans og barnaverndar og höfðu jafnframt vænst þess að barnaverndaryfirvöld gerðu ráðstafanir til að bæta stöðu þeirra í skólanum. Reynsla þeirra af skólagöngunni var mismunandi; margir höfðu upplifað erfiðleika þar en aðrir töldu að ráðstafanir sem gerðar voru hefðu gagnast sér. Þá var einnig nefnt að námið hefði átt að taka meira mið af einstaklingsbundnum þáttum og taka tillit til ólíkra vandamála sem börnin voru að glíma við. Einn svarenda orðaði það svo: Það sem spilaði stóran þátt í mínum vandamálum hafi verið að mér var látið líða eins og ég væri ekki jafn vel gefinn og hin börnin af því ég gat ekki setið kyrr og lært og lesið í lengri tíma. Í dag er ég frítt í háskóla vegna framúrskarandi námsárangurs og vinn líka við að kenna þar. (Guðbjörg Gréta Steinsdóttir, 2011, bls. 75) Af niðurstöðum erlendra rannsókna svo og þeim vísbendingum sem til eru um stöðu barna sem barnaverndarnefndir hafa afskipti af hér á landi má því ætla að stór hluti þessara barna þurfi sérstakan stuðning og hvatningu í skólanum. Samvinna barnaverndar og skóla Wulczyn o.fl. (2009) benda á mikilvægi þess að skólar og barnavernd vinni náið saman. Þeir draga fram að börn sem búa við ofbeldi og vanrækslu eru oft ekki eins fús eða í stakk búin til að takast á við að læra og önnur born. Huga þurfi sérstaklega að þeim í skólakerfinu og styrkja samvinnu milli þessara kerfa (Wulczyn o.fl. 2009). Í nýlegri breskri úttekt á störfum barnaverndarnefnda þar í landi og úrbótum í þeim efnum er áhersla lögð á að auðvelda kennurum að koma auga á börn sem eru vanrækt eða beitt ofbeldi. Mikilvægt sé að þeir geti leitað aðstoðar og unnið í samvinnu við barnaverndarstarfsmenn (Munro, 2011). Hugmyndir um það hvernig samstarfinu skuli háttað eða hvert hlutverk skólans eigi að vera eru þó ólíkar. Niðurstöður kanadískrar rannsóknar um samvinnu þessara kerfa sýndu að barnaverndarstarfsmenn töldu kennara mikilvæga samstarfsaðila þar sem þeir þekktu börnin vel. Hlutverk þeirra í samstarfinu væri fyrst og fremst að fylgjast með börnunum og vera hlekkur í því að tryggja öryggi þeirra auk þess sem starfsmenn skólans voru taldir vera talsmenn barnaverndarinnar (Gallagher-Mackay, 2011). Eins og áður er vikið að gera íslensk lög ráð fyrir víðtækari samvinnu skóla og barnaverndar og á sumum stöðum hefur þróast ákveðið verklag við samvinnuna (Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Velferðarsvið Reykjavíkur, 2012). Má í því sambandi nefna tilkynningafundi hjá Barnavernd Reykjavíkur, sem haldnir eru í tengslum við tilkynningu frá skóla, en þar mætir fulltrúi skólans ásamt foreldri eða foreldrum, barni ef við á og barnaverndarstarfsmanni. Í úttekt sem gerð var á þessu fyrirkomulagi kom fram að starfsmenn skóla töldu þetta fyrirkomulag stuðla að aukinni samvinnu og töldu rétt að halda þessu verklagi áfram (Elísabet Gunnarsdóttir, 2007). Í 23. grein Barnaverndarlaga er að finna ákvæði um gerð áætlana um meðferð máls. Þær skal gera þegar niðurstaða könnunar máls er sú að barnið og/eða fjölskylda þess er talin þurfa aðstoð frá barnaverndarnefnd. Þar skal meðal annars skrá hvaða stuðning barnið eigi að fá, hver skuli veita hann og hvenær meta eigi árangur stuðningsins. Áætlunina skal gera í samvinnu við foreldra og eftir atvikum barn sem orðið er 15 ára. Við gerð áætlunar skal barnaverndarnefnd meta þörfina á samstarfi við aðra aðila við gerð og framkvæmd hennar, svo sem skóla (Barnaverndarlög nr. 80/2002). Í Reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd kemur einnig fram að áætlunin skal undirrituð af aðilum, það er foreldrum og barni ef við á (Reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd nr. 56/2004). 4 Samstarf í þágu barna: Samvinna grunnskóla og barnaverndar Anni G. Haugen (2012) hefur rannsakað hvernig áætlanir um meðferð máls eru unnar hjá barnaverndarnefndum á Íslandi og hverjir það eru sem koma að gerð þeirra. Í fyrsta hluta rannsóknarinnar var gerð innihaldsgreining á 50 áætlunum frá fimm barnaverndarnefndum á ólíkum stöðum á landinu. Markmiðið var að skoða hvort unnt væri að sjá hvort og þá hvernig börn og foreldrar hefðu komið að gerð áætlunarinnar. Eitt af því sem vakti athygli við greiningu gagnanna var hve oft skólinn var nefndur en 44 áætlanir vörðuðu börn á skólaaldri. Í 23 þeirra kom fram að ástæða fyrir afskiptum barnaverndarnefndar tengdist skóla á einhvern hátt, tilkynning barst þaðan og/eða áhyggjur voru af líðan eða hegðun barns í skóla, námsframvindu og mætingum. Þegar skoðað var hvernig barnaverndarnefnd ætlaði að styðja börnin var skólinn nefndur í 33 tilvikum. Svo að dæmi séu nefnd gat það tengst því að fylgjast með heimanámi barns, mætingum, að foreldrum væri ætlað að vera í samstarfi við skóla, að starfsmenn barnaverndarnefndar væru í reglulegu sambandi við skóla um málefni barnsins og að barnaverndarnefnd myndi greiða fyrir skólamat eða veita fjárhagsaðstoð til að barn gæti haldið áfram námi. Áætlanir þar sem ekkert var minnst á hlutverk skóla eða skólagöngu barnsins gátu, svo að dæmi séu tekin, varðað barn sem hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, börn sem bjuggu við heimilisofbeldi eða áttu að fara í fóstur. Áætlanirnar endurspegluðu ákveðnar væntingar sem barnaverndarstarfsmenn höfðu til starfsmanna skóla og hlutverks þeirra í stuðningi við barnið. Við greiningu gagnanna var ekki hægt að sjá hvort búið væri að koma á samstarfi eða hvort skólinn væri tilbúinn að taka að sér það hlutverk sem honum var ætlað og starfsmenn skóla skrifuðu ekki undir neina af þeim áætlunum sem skoðaðar voru (Anni G. Haugen, 2009). Í öðrum hluta rannsóknarinnar var rætt við fimm barnaverndarstarfsmenn og þeir meðal annars spurðir um aðkomu starfsmanna skóla að gerð áætlana. Þar kom fram að skólinn er nær undantekningarlaust talinn mikilvægur samstarfsaðili. Samstarfið er ólíkt á milli staða, til dæmis sitja barnaverndarstarfsmenn í einhverjum tilvikum fundi í skólanum og taka þá þátt í umræðu um málefni einstakra barna, stundum án vitneskju foreldra. Einn viðmælandi hafði reynslu af því að fá skólann til liðs við sig við að búa til áætlun í tilvikum þar sem vandi barnsins tengdist skólanum. Ég held að þeir [starfsmenn skólans] séu fegnir að fá að vera með, af því að það eru náttúrlega alltaf þessar sífelldu kvartanir yfir því að fá ekki að vera með og vita ekki hvað er að gerast. Mér finnst það bara svo miklu auðveldara. (Anni G. Haugen, 2012, bls. 22) Þessi viðmælandi taldi að með þessum vinnubrögðum væru starfsmenn skólans tilbúnari en ella til samstarfs og að leggja meira af mörkum. Hann áleit einnig að slíkir fundir leystu ágreininginn um trúnað, skólinn fengi á þennan hátt nauðsynlegar upplýsingar um afskipti barnaverndarnefndar og stöðu málsins þar. Fram kom að foreldrar væru stundum hikandi við að koma á fund um áætlanir með starfsmönnum skóla þar sem samskipti foreldis við kennara hefðu oft og tíðum verið erfið, en þegar upp var staðið væru flestir foreldrar sáttir. Annar viðmælandi nefndi að skólanum væri aldrei hleypt í áætlanir, þær væru eingöngu unnar með foreldrum og stundum barni. Einn viðmælandi nefndi að áætlun væri oftast gerð með foreldri (oftast móður) þar sem ákveðið væri hvaða stuðning barnið ætti að fá og hver bæri ábyrgð á ólíkum þáttum stuðningsins. Það væri síðan hlutverk foreldris að fara í skólann og kynna starfsmönnum þar áætlunina og til hvers ætlast væri af þeim (Anni G. Haugen, 2010). Ýmsar vísbendingar eru hér á landi um að væntingar barnaverndarstarfsmanna til þess að s
Related Search
We Need Your Support
Thank you for visiting our website and your interest in our free products and services. We are nonprofit website to share and download documents. To the running of this website, we need your help to support us.

Thanks to everyone for your continued support.

No, Thanks