Ræktum mannlíf í sátt við umhverfið - PDF

Description
Ræktum mannlíf í sátt við umhverfið Ágætu Rótarýfélagar, Velkomin í Kópavog. Það er okkur mikill heiður og sönn ánægja að Kópavogur skuli verða fyrir valinu sem fundarstaður fyrir umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar

Please download to get full document.

View again

of 40
All materials on our website are shared by users. If you have any questions about copyright issues, please report us to resolve them. We are always happy to assist you.
Information
Category:

Brochures

Publish on:

Views: 136 | Pages: 40

Extension: PDF | Download: 0

Share
Transcript
Ræktum mannlíf í sátt við umhverfið Ágætu Rótarýfélagar, Velkomin í Kópavog. Það er okkur mikill heiður og sönn ánægja að Kópavogur skuli verða fyrir valinu sem fundarstaður fyrir umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar í ár. Það fer líka vel á því að dagskrá þingsins skuli fara fram á menningarholti okkar Kópavogsbúa og í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi. Þar ræður hin frjóa og skapandi hugsun ríkjum. Ég efast því ekki um að það eigi eftir að fara vel um ykkur Rótarýfélaga í Kópavoginum og að þingið eigi eftir að verða gott og gæfuríkt. Við Kópavogsbúar njótum þess að hér starfa mörg öflug félög, samtök og klúbbar sem vilja láta gott af sér leiða. Rótarý er þar engin undantekning. Þrír Rótarýklúbbar starfa í bænum, Rótarýklúbbur Kópavogs, sem er þeirra elstur, Rótarýklúbburinn Borgir, sem er tíu ára, og Rótarýklúbburinn Þinghóll sem var stofnaður á síðasta ári. Frá ritnefnd Lesandi góður Þetta blað er gefið út af því tilefni að umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi er nú haldið í Kópavogi dagana október á vegum Rótarýklúbbsins Borga í Kópavogi. Við viljum með greinum og öðru efni í blaðinu kynna fyrir ykkur klúbbinn okkar, tilurð hans og störf; einnig heimabyggð okkar, sögu hennar og ýmsar stofnanir, einkum þær sem koma við sögu á umdæmisþinginu. Það fer vel á því að þema þingsins taki til umhverfis okkar, einkum með tilliti til vatnsins sem okkur yfirsést oft hversu dýrmætt er - nema þegar kemur að virkjunarframkvæmdum. Ritnefnd vonar að lesendur hafi nokkurt gagn og gaman af lestri ritsins og óskar þátttekendum öllum góðra daga á þinginu. F.h. ritnefndar Þórður Helgason Allir þessir klúbbar starfa undir því göfuga markmiði Rótarýhreyfingarinnar að hvetja til góðvildar og friðar í heiminum. Hér í Kópavoginum, eins og í öðrum heimabyggðum, er unnið að því með stuðningi við margvísleg samfélagsverkefni, svo sem skólamál, umhverfismál og málefni aldraðra. Þannig hefur Rótarý stutt við nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi með því að veita viðurkenningu fyrir góðan námsárangur, hvatt frumkvöðla áfram með því að veita frumkvöðlaverðlaun, opnað augu bæjarbúa fyrir umhverfi sínu með því að styrkja gerð fróðleiksskilta bæjarins og eflt menningarlífið m.a. með stuðningi sínum við Tónlistarhátíð unga fólksins sem haldin var á menningarholtinu í vor, svo dæmi séu nefnd. Þá má geta þess að Rótarýklúbbur Kópavogs var einn af stofnendum sjálfseignarstofnunar um hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Kópavogi árið 1979, en Sunnuhlíðarsamtökin, eins og þau voru síðar nefnd, beittu sér fyrir byggingu hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar. Undir nafni Sunnuhlíðar eru nú rekin hjúkrunarheimili, dagvist, íbúðir og þjónustukjarni. Rótarý á því sinn þátt í því blómlega bæjarfélagi sem Kópavogur nú er. Þegar ég var að alast upp í Kópavoginum var bærinn oft kallaður bær barnanna. Síðan þá hefur hann haldið áfram að vaxa og dafna og sífellt fleiri sækjast eftir því að búa hér. Íbúafjöldinn er nú kominn upp í rúmlega og enn fjölgar hratt í bænum. Það kemur þó ekki á óvart. Hér er fjöldi góðra skóla, íþróttahúsa- og mannvirkja, menningarstofnana, félagsmiðstöðva og hjúkrunarheimila. Hér er einnig talsverð atvinnustarfsemi, stórir og litlir verslunarkjarnar, veitingastaðir og kaffihús. Áhersla er lögð á að hér sé enginn skilinn útundan; Allir, ungir sem aldnir, eiga að fá góða þjónustu, og allir eiga að geta sinnt sínum áhugamálum, hvort sem það er menning, listir, sund, útivist, hestamennska eða önnur líkams- og heilsurækt. Með réttu getwwwum við því sagt að Kópavogur sé vaxinn úr því að vera bara bær barnanna yfir í það að vera bær fjölskyldunnar. Í Kópavogi er pláss fyrir alla. Ég óska ykkur að lokum velfarnaðar í störfum ykkar á næstu dögum og þakka um leið fyrir ómetanlegt framlag ykkar til bæjarfélagsins. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstóri Rótarýfélagar, gestir á umdæmisþingi og aðrir lesendur Treystum samfélagið tengjum heimsálfur Umdæmisþing er árlegur vettvangur Rótarýfélaga til að efla kynni og auka samstarf um leið og við styrkjum Rótarý hugsjónina þjónusta ofar eigin hag. Þau nýmæli eiga sér nú stað að Umdæmisþingið er á haustdögum, á fyrri hluta starfsárs, í stað þess að ljúka starfs árinu í júní með umdæmisþingi eins og venja hefur verið. Ég vil bjóða alla er þingið sækja velkomna á 65. umdæmisþing Rótarý sem haldið er af Rótarýklúbb num Borgum í Kópavogi og vona að þið njótið vel. Það er löng hefð fyrir öflugu starfi Rótarý - hreyf ingarinnar í Kópavogi en Rótarý - klúbbur Kópavogs verður 50 ára á starfsárinu. Nú eru 3 klúbbar starfandi í Kópavogi en Rótarýklúbburinn Borgir í Kópavogi var stofnaður 13. apríl 2000 af Rótarýklúbbi Kópavogs og Rótarýklúbburinn Þinghóll í Kópavogi stofnaður í janúar Með starfi klúbbanna hefur samfélagið í bænum ótvírætt orðið ríkara enda hafa rótarýfélagar í Kópavogi í áranna rás lagt sitt af mörkum til samfélagsins með styrkveitingum og stuðningi við margvísleg framfara- og samfélagsmál í sinni heima - byggð. Þá hafa klúbbarnir lagt árlegt framlag til Rótarýsjóðsins, sem er flagg skip Rótarýhreyfingarinnar og vinnur að fjöl þættum samfélagsverkefnum um heim allan. Þar ber hæst Polio-Plus verkefnið þar sem unnið er að því að útrýma lömunarveikinni í heiminum. Að vera rótarýfélagi er yfirlýsing um að þú viljir láta gott af þér leiða fyrir nærsam - fél agið og alþjóðasamfélagið eða eins og alþjóðaforsetinn, Ray Klinginsmith, orðaði það í einkunnarorðum starfsársins Building Communities Bridging Continents sem ég valdi að yfirfæra á íslensku í Treystum samfélagið tengjum H eims álf ur. Við getum öll verið stolt af því að vera í Rótarý, hreyfingu sem hefur lagt svo mikið af mörkum til að gera heiminn að betri stað til að lifa og starfa í. Ég hef þá trú að ef fleiri hefðu unnið í anda Fjórprófs ins, siðferðisgilda Rótarýhreyfing arinnar; Er það satt og rétt; er það drengilegt; eykur það velvild og vinarhug; er það öllum til góðs; þá væri margt á annan veg í okkar samfélagi en er í dag. Það er því von mín að þessi gildi verði leiðarljósið að bættu samfélagi. Hreint vatn, hreint umhverfi - brunnur lífs er yfirskrift umdæmisþingsins en Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur frá upphafi látið til sín taka á sviði umhverfismála. Með þinginu viljum við efla umræðuna um umhverfismál og stuðla enn frekar að því að Rótarýhreyfingin verði sterkt afl í um hverfismálum. Hreint vatn á eftir að skapa vaxandi spennu og samkeppni milli þjóða þó að við Íslendingar lítum á vatnið sem sjálfsögð lífsgæði. Rótarýfélagar um heim allan vinna nú hörðum höndum að því að aðstoða þær milljónir manna sem búa við vatnsskort eða mengað vatn og Rótarýhreyfingin hefur gert vatnið að einu af viðfangsefnum sínum ásamt baráttunni við ólæsi og hungur. Á þinginu verða fluttir vandaðir fyrirlestrar sem munu styrkja okkur til að vinna að framgangi þessara mála. Ég vil þakka félögum mínum í Rótarýklúbb num Borgum í Kópavogi fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt á sig til að gera þetta umdæmisþing að skemmtilegum og fræðandi atburði. Það er von mín að allir sem þingið sækja hafi af því ánægju og fari heim með góðar minningar úr Kópavogi. Margrét Friðriksdóttir Umdæmisstjóri Heldur þú áætlun í útgjöldum heimilisins? meniga Miklu meira en heimilisbókhald Meniga er byltingarkennt heimilisbókhald sem inniheldur fjölmargar nýjungar fyrir þá sem vilja öðlast heildaryfirsýn yfir rekstur heimilisins. Meniga setur til dæmis sjálfkrafa upp áætlun byggða á útgjöldum þínum síðasta árið og lætur þig vita með tölvupósti hver staðan er hverju sinni. Skráðu þig í Meniga í Netbanka Íslandsbanka Matur Kr. Sími BETRA AÐ VERSLA Í BYKO! Gerðu verðsamanburð Gerðu verðsamanburð Gerðu verðamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! 4 Erlendir gestir á umdæmisþingi Rótarý 2010 Ellis Thomas lll og Jane Flytja kveðju frá Ray Klinginsmith alþjóðaforseta Rótarý Ellis Thomas III fæddist og ólst upp í Portland, Maine. Hann er forseti og meðeigandi Key Real Estate, Inc., í Shapleigh, Maine og er meðlimur í York County Board of Realtors (fasteignasala), the Maine Association of Realtors, the National Board of Realtors og er handhafi the GRI Realtor designation. Ellis hefur verið virkur í samfélaginu, hefur þjónað í ýmsum nefndum og ráðum, jafnframt því að þjóna kirkju sinni. Árið 1978 gekk hann í Rotarý og hefur verið forseti Rotarý Club of Sanford-Springvale, Maine, og Rotarý Club of South Berwick. Hann var umdæmisstjóri Umdæmis Sem umdæmisstjóri, var Ellis í fararbroddi í átaki til að vekja athygli á málefnum heimilislausra í umdæminu. Framtak hans og einstök aðferðafræðin hafa hlotið viðurkenningu. Ellis hefur tekið virkan þátt í og stofnað til fjölmargra verkefna á vegum World Community Service m.a. sem leiddu til þess að Matching Grant fékkst til að styðja við menntun barna um minnkun, endurnýjun, hringrás og flokkun úrgangs, og með því móti að vernda og halda við ferskvatns birgðum eyjarinnar. Hann hafði frumkvæði að því að efna til Matching Grant til stuðnings fórnar lömbum jarðskjálftans í Gujerat á Indlandi. Lagði drjúga hönd á plóginn við að stofna til 3-H Grant til að byggja Rotarý Compassionate Care Hospice fyrir eyðnismituð börn í Marionhill í Suður Afríku svo fátt eitt sé nefnt. Ellis hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf í þágu Rótarý, m. a. SERVICE ABOVE SELF AWARD, æðstu viðurkenningu Rotarý I nternational. Frá 2007 hefur Ellis þjónað sem District Coordinator fyrir Youth Programs og sem ráðgjafi fyrir the Early Act Club við Sanford Junior High School og the Interact Club við Sanford High School. Ellis er kvæntur Jane, sem fædd var Fleming Leach, og þau eiga eina dóttur. Ellis og eiginkona hans eru bæði margfaldir Paul Harris Félagar, Level 2 Major Donors til Rotarý Foundation, Benefactors, og Level 5 Donors til the Bequest Society. Hann átti frumkvæði að Paul Harris Society í Umdæmi 7780 og er á stofnskrá þess. Ellis og Jane eru fulltrúar alþjóðaforseta á umdæmisþinginu. Mikael Ahlberg og Charlotte Flytja kveðjur frá Rótarýumdæmunum á Norðurlöndum Mikael er meðlimur Ölands Södra Rotary Club. klúbbsins , Aðstoðarumdæmisstjóri , GSE Teymisstjóri 2008, Umdæmis stjóri DRRAG , Paul Harris Fellow og Benefactor of The Rotary Foundation. Mikael er ráðgjafi í Financial Education, ICC Coach og rekur eigið fyrirtæki. Charlotte er meðlimur Rotary eclub of London Centenary, Paul Harris Fellow. Hún er löggiltur Public bókari og HNLP Coach. Meðlimur BDO samtakanna - sem eru alþjóðleg samtök um bókhald og ráðgjöf. Hún er sérfróð um nýsköpunarviðskipti og aðstoð við fólk við að skapa meiri auð og gera líf þess fyllra. Mannúðar- stefna Charlotte er að hjálpa konum á heimsvísu að byggja upp eigin fyrirtæki, að gera líf sitt fyllra fyrir þær sjálfar og fjölskyldur þeirra. Charlotte, Mikael, Oskar (19) og Sara (16) búa á Öland, sem er eyja í Eystrasaltinu. Umdæmi 2410 nær yfir suður Svíþjóð og Lettland. Sem umdæmisstjórar munum við leggja áherslu á að fjörga Rotary. Finna nýjar leiðir til að styðja við hefðbundnar leiðir, t.d. form og umgjörð klúbb funda. Og nota nýjustu tækni til að víkka út starf Rotaryhreyfingarinnar. Að leysa úr læðingi aflið sem býr í Rotary. Charlotte og Mikael eru fulltrúar norrænu umdæmanna á umdæmisþinginu. 5 Ung, stælt og kát með Aðdragandi og stofnun Rótarýklúbbsins Borga 13. apríl 2000 Eitt af boðorðunum okkar hefur alltaf verið að hafa kátínu ríkjandi á fundum. Rótarýklúbbur Kópavogs var líflegur og fjölmennur klúbbur á tíunda áratugnum, stofnaður Heilmiklar umræður fóru fram í þeim klúbbi á árinu 1999 um þróun Rótarýstarfs í Kópavogi, m. a. um þátttöku beggja kynja í klúbbnum. Þá var hádegistíminn orðinn mörgum erfiður vegna aukinna fjarlægða og umferðarþunga milli vinnu- og fundarstaðar. Góð sveit frá frá móðurklúbbnum myndaði hrygglengjuna í Borgum Þetta ár skrifaði umdæmið undirrituðum bréf og bað hann að hafa forystu um könnun á viðhorfi til nýs Rótarýklúbbs í bæjarfélaginu og hugsanlegrar stofnunar hans. Í vinnuhópinn úr Rótarýklúbbi Kópavogs völdust auk mín Guðmundur Ólafsson og Kristófer Þorleifsson. Við lögðum strax drjúga vinnu í þessi áform og nutum góðrar hjálpar þáverandi forseta klúbbsins, Haraldar Friðrikssonar. Útbreiðslunefnd umdæmisins, undir forystu Jóns H. Magnússonar fyrrverandi umdæmisstjóra, veitti okkur holl ráð og var mjög áhugasöm um framgang málsins. Margrét Theódórsdóttir, í Rótarý klúbbi Reykjavíkur Miðborg, og Skúli Þórsson, Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, voru starfandi í nefndinni ásamt Jóni. Umdæmisstjóri var á þessum tíma Snorri Þorsteins son Rótarýklúbbi Borgarness, en starfsmaður skrifstofu var Þórdís Árnadóttir, sem var okkur mjög innan handar. Tveir formlegir kynningarfundir voru haldnir, þar sem leitað var vendilega eftir þátttöku kvenna og karla. Það var fljótt ljóst, að góður hópur innan móðurklúbbsins hafði áhuga á þátttöku í nýja klúbbnum, en skipulega var fjölgað í þeim gamla til að mæta væntanlegum breytingum. Þetta gekk allt fram með vinsamlegum hætti, svo raunin varð sú, að 12 félagar úr Kópavogsklúbbnum urðu stofnfélagar í Borgum og mynduðu með því góða hrygglengju í nýjum félagsskap. Margir þeirra voru gamalreyndir Rótarýfélagar, m.a. fjórir fyrrverandi forsetar. Einn þeirra, Gottfreð Árnason, varð fyrsti forseti nýja klúbbsins. 6 reynda hrygglengju Kristján Guðmundsson, forseti Borga. Rótarýklúbburinn Borgir Á síðari stigum undirbúningstímans var skipuð sérstök fimm manna nefnd til að vinna enn nánar öll undirbúningsverk. Þessi fimm manna sveit var síðan valin í fyrstu stjórn klúbbsins. Hana skipuðu auk Gottfreðs Sigurrós Þorgrímsdóttir varaforseti, Snorri S. Konráðsson ritari, Guðlaug Birna Guðjónsdóttir gjaldkeri og Margrét Friðriksdóttir stallari. Öll hafa þau síðan í áranna rás orðið forsetar í Borgum. Stofnfélagar í Borgum urðu alls 41 og Rótarýklúbburinn Borgir varð 27. klúbbur umdæmis Allt frá stofndegi Borga var ríkur skilningur á að hafa jafna skiptingu kynja í stjórn klúbbsins og er forseti klúbbsins ætíð valinn á víxl eftir kyni. Það var lán okkar í klúbbnum, að þar varð strax til öflug og þétt sveit úrvalsmanna. Nú um stundir eru félagarnir 73, þrjátíu og þrjár konur og fjörutíu karlar. Morguntíminn 7:45 hefur mælst vel fyrir sem fundartími. Eitt af boðorðunum okkar hefur alltaf verið að hafa kátínu ríkjandi á fundum. Stæltur klúbbur Mér er sérstaklega ljúft að ljúka þessum pistli með því að nefna, að þessi ungi en stælti klúbbur, Borgir, stendur fyrir umdæmisþingi samtaka okkar um miðjan október næstkomandi undir skeleggri stjórn Margrétar Friðriksdóttur, stofnfélaga úr okkar röðum og stallara úr fyrstu stjórn klúbbsins. Allt frá stofndegi Borga var ríkur skilningur á að hafa jafna skiptingu kynja í stjórn klúbsins og er forseti klúbbsins ætíð valinn á víxl eftir kyni. Það var lán okkar í klúbbnum, að þar varð strax til öflug og þétt sveit úrvalsmanna. 7 Kreppubarn blómstrar Þinghóll var til forna einn fjögurra þing staða Gullbringusýslu og þeirra nafntogaðastur og naut þar nágrennis við Bessastaði. Á 16. öld mun meira að segja hafa staðið til að alþingi Íslendinga yrði flutt þangað. 8 Prímusar s önnuðu gjarnan gildi sitt til eldamennsku. Einstaka maður reisti sér vindmyllur og þar sáust fyrstu merki rafmagns. Kópavogur er kreppubarn, getið af kreppu þeirri sem reið húsum á 4. tug síðustu aldar, óskabarn fólks sem átti í vanda; var atvinnulaust eða dró fram lífið á atvinnubótavinnu, skorti húsnæði eða jarðnæði og aðstöðu til að rækta hollt grænmeti til neyslu. Stjórnvöld sáu sitt óvænna þegar vandinn blasti við og gripu til þess ráðs að stofna til nýbýla í grennd við þéttbýli. Augu þeirra beindust þá meðal annars að tveimur jörðum, báðum leigujörðum, eða þjóð - jörðum. Þetta voru jarðirnar Kópavogur og Digranes. Þessar jarðir voru nú hið snarasta leystar úr leigu, enda búskapur þar orðinn lítill, og skipt upp í nokkur nýbýli auk mikils fjölda smábýlalanda (bletta), Kópavogsbletta og Digranesbletta. Við þetta urðu til tíu nýbýli úr landi Kópavogs og 198 smábýli en Digranesblettirnir urðu alls 146. Af nýbýlunum má nefna Sæból sem Þórður Jónsson (Þórður á Sæbóli) fékk úthlutað árið 1936, vestasta nýbýlið og hið eina vestar Hafnarfjarðarvegar. Önnur þekkt nýbýli voru Lundur og Birkihlíð. Ekki verður með sanni sagt að hið nýja landnám einkenndist af landgæðum. Það var mýrlent mjög þar sem nýbýlin risu en melar og holt og rýr jarð - vegur þar sem smábýlin voru stofnuð. Atvinnu bótavinnan kom nú í góðar þarfir er mýrar voru ræstar og fyrsti vegurinn lagður, vitaskuld með hinum frumstæðustu verkfærum þar sem skóflan og hakinn sátu í öndvegi ásamt borum og sprengiefni. Þarfasti þjónninn stóð þá enn undir nafni með kerru í eftirdragi. Hér kom til sögunnar Nýbýlaveg ur, auðvitað nefndur eftir hinum nýju býlum. Nýbýlin lágu neðan vegar en blettirnir, oftast um einn hektari hver, ofan hans, ætlaðir til garðyrkju ýmiss konar. Ekki skorti áhuga á hinum nýju tækifærum til jarð - næðis og brátt varð ljóst að fleiri vega var þörf. Þá varð til Kársnesbraut og Urðarbraut og seinni nafn giftin sýnir glöggt þann vanda sem mætti mönn unum sem verkin unnu með sínum frumstæðu tækjum. Og svo komu göturnar hver af annarri eftir því sem smábýlunum fjölgaði. Skriðan var komin af stað og ljóst að hún yrði ekki stöðvuð. Þeir sem blettina eignuðust fengu þá til lífstíðar og máttu reisa sér þar kofa til afdreps eða sumarhús. Húsnæðislaust fólk lét sér þó vitaskuld ekki segjast og settist að á blettum sínum fyrir fullt og fast. Þéttbýlismyndun hófst hvað sem tautaði og raulaði þar sem hvert húsið af öðru reis, flest byggð af miklum vanefnum, en svo fór sem oft gerist að vandinn þjappaði fólki saman og hver veitti öðrum af kunn - áttu sinni og oft efnum. Í þessu nýja þéttbýli skorti mjög á þau lífsþægindi sem nú þykja sjálfsögð og þá þegar voru tiltæk öðrum þéttbýlum svæðum. Rafmagn kom seint en sá vandi var leystur með olíulömpum, gasi og kolum. Prímusar sönnuðu gjarnan gildi sitt til eldamennsku. Einstaka maður reisti sér vindmyllur og þar sáust fyrstu merki rafmagns. Vatnsleysið bagaði þó mest. Brunnar voru óvíða og gáfu lítið, lindir einnig fáar og tregar. Verslun var engin og nauðsynjar varð að sækja til Reykjavíkur. Það kom gjarna í hlut kvenna að leggja upp í þá langferð að ganga að Hafnarfjar
Related Search
Similar documents
We Need Your Support
Thank you for visiting our website and your interest in our free products and services. We are nonprofit website to share and download documents. To the running of this website, we need your help to support us.

Thanks to everyone for your continued support.

No, Thanks