MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. D-vítamín - Þekking og hegðun - PDF

Description
MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti D-vítamín - Þekking og hegðun -efnistök forvarnarátaks í lýðheilsu Anna Þóra Ísfold Leiðbeinandi Dr. Eiríkur Hilmarsson Viðskiptafræðideild Júní D-vítamín

Please download to get full document.

View again

of 69
All materials on our website are shared by users. If you have any questions about copyright issues, please report us to resolve them. We are always happy to assist you.
Information
Category:

Automotive

Publish on:

Views: 119 | Pages: 69

Extension: PDF | Download: 0

Share
Transcript
MS ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti D-vítamín - Þekking og hegðun -efnistök forvarnarátaks í lýðheilsu Anna Þóra Ísfold Leiðbeinandi Dr. Eiríkur Hilmarsson Viðskiptafræðideild Júní 2016 D-vítamín - Þekking og hegðun - efnistök forvarnarátaks í lýðheilsu Anna Þóra Ísfold Lokaverkefni til MS-gráðu í viðskiptafræði Leiðbeinandi: Dr. Eiríkur Hilmarsson Viðskiptafræðideild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2016 D-vítamín - Þekking og hegðun - efnistök forvarnarátaks í lýðheilsu Ritgerð þessi er 30 eininga lokaverkefni til MS prófs við Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Anna Þóra Ísfold Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar. Prentun: Háskólaprent 2016 Reykjavík, Formáli Ritgerð þessi er 30 ECTS hluti af MS námi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum í Viðskiptafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir á þekkingu og hegðun fólks varðandi D-vítamín eru taldar á fingrum annarrar handar, fyrirliggjandi rannsóknir tengjast aðallega mælingum á D- vítamínbúskap fólks og afleiðingum D-vítamínskorts tengdar við ólíka heilsubresti. Talið er að einn milljarður manna í heiminum sé með D-vítamínskort (Charles, SH. og Antonio, F. 2016). Í þessari ritgerð verður leitast við að finna svör við orsök þessa vanda, kanna hvar þekkingu fólks á D-vítamíni og áhrifavöldum þess er ábótavant og hvernig fólk hegðar sér í samræmi við þekkingu sína. Markmiðið er að niðurstöður verði einn hlekkur til viðbótar í keðju rannsókna á D-vítamíni og nýtist sem innlegg inní samfélagslega umræðu og gefi hugmyndir hvernig gera megi bragarbót á. Ástæða þess að ég fjalla um þetta efni er sú að ég hef reynt á eigin skinni alvarlegan D-vítamínskort með tilheyrandi heilsubresti. Á hverjum degi hitti ég fólk sem veit ekki hvers vegna það ætti að innbyrða D-vítamín fæðubótarefni, heilsu sinni til hagsbóta, og fyrirbyggja með því veikindi og sjúkdóma í framtíð sinni. Viðfangsefnið varð m.a. fyrir valinu vegna þess að áhugasvið mitt er á sviði forvarna, lýðheilsu og markaðsmála og fellur því vel að þessum efnistökum. Skilningur á mikilvægu vandamáli er upphafið á lausn, sem síðar kanna að þróast út í áhugavert viðskiptatækifæri. Leiðbeinanda mínum, Dr. Eiríki Hilmarssyni, lektor við Viðskiptafræðideildar, vil ég þakka hvatningu, áhuga og góðar leiðbeiningar. Eiginmanni og börnum þakka ég innblástur og stuðning. Auk þess vil ég þakka þeim sem komu að yfirlestri ritgerðarinnar kærlega fyrir. 4 Útdráttur Skortur á D-vítamíni er talið vera alvarlegt lýðheilsuvandamál á Íslandi. Það er vitað að skortur á D-vítamíni hefur neikvæð áhrif á beinvirkni, en nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á mikilvæga viðtaka með fjölbreytt hlutverk í vefjum og frumum sem geta framleitt virka D-vítamínhormónið. (Holick, 2010). Áætlað er að D-vítamínskortur hafi áhrif á einn milljarð jarðarbúa og orsökina megi aðallega rekja til borgarlífs og mikillar inniveru sem þýðir að sólarljós skín í of litlum mæli á húð líkamans. Til að mæta þessum skorti þarf fólk að taka inn D vítamínrík bætiefni. Ágreiningur er um viðmiðunarmörk fyrir daglega inntöku, enda hafa margir þættir áhrif á inntökumagnið, s.s. aldur, líkamsþyngd, húðlitur, kalkinntaka, hormónanotkun, genauppbygging, mataræði, líkamsbygging og tímasetning bætiefnatöku (Charles og Antonio, 2016). Framkvæmd var könnun til að rannsaka þekkingu og hegðun (áhrifavalda) fólks varðandi D-vítamín. Þátttakendur voru grunnskólakennarar um allt land og starfsfólk eins stærsta framhaldsskóla á landinu. Undirliggjandi kenning rannsóknarinnar er sú að því betri þekking á mikilvægi D-vítamíns og tengdum áhrifavöldum, því líklegra er að fólk hegði sér í samræmi við það. Margt bendir til þess, þegar niðurstöður rannsókna á Íslandi um D-vítamínbúskap eru skoðaðar, að þekkingu og fræðslu um D vítamín sé ábótavant. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu og hegðun fólks á þeim áhrifavöldum sem hafa áhrif á D vítamínforða þess. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þekkingu er ábótavant og hegðun stuðlar að skorti á D-vítamíni, s.s. vegna ofnotkunar á sólarvörn og ónógri inntöku á fæðubótarefnum. Rannsókn á breiðara þýði og stærra úrtaki, sem byggir á sama grunni, væri nauðsynleg að mínu mati svo styrkja megi enn frekar vísbendingar um niðurstöður þekkingar og hegðunar á D-vítamíni og áhrifavöldum þess. 5 Efnisyfirlit Myndaskrá... 8 Töfluskrá Listi yfir skammstafanir Inngangur D-vítamín Uppruni Efnaskipti og hlutverk Sólarljós Þekktar afleiðingar D-vítamínskorts Nýjar uppgötvanir D-vítamínbúskapur Inntökumagn og D-vítamínforði Ísland D-vítamín áhrifavaldar D-vítamínskortur Aðrar rannsóknir; Þekking og hegðun Bretland Ástralía Kína Samantekt Rannsóknarspurningar Aðferðafræði Rannsóknarhópur Tímabil rannsóknar 6.3 Mælitæki Framkvæmd Tölfræði úrvinnsla Niðurstöður Rannsóknarspurning a) Fullyrðing um mat á eigin þekkingu Rannsóknarspurning b) Þekking og hegðun Bakgrunnsbreytur Áhrif bakgrunnsbreyta Umræða Rannsóknarspurning a) Mat á eigin þekkingu Rannsóknarspurning b) Þekking og hegðun Bakgrunnsbreytur Áhrif bakgrunnsbreyta Samantekt umræðu Styrkleikar og veikleikar rannsóknarinnar Lokaorð Heimildaskrá Myndaskrá Mynd 1. Forvarnaherferð skrifstofu barna hjá vinnumálastofnun Bandaríkjanna árið Mynd 2. Mismunandi tegundir D-vítamíns í líkamanum Mynd 3. Beinkröm í börnum Mynd 5. Aðaláhrifavaldar D-vítamíns og afleiðingar skorts Mynd 6. VDR (D-vítamín viðtaki) og RXR Mynd 7. Vítamín D og tíðni ofnæmi, astma og öndunarfærasýkingar síðustu 12 árin Mynd 8. D-vítamín eftir tíðni lýsisneyslu og aldri, bæði karlar og konur saman Mynd 9. D-vítamín, % RDS eftir aldri og kyni Mynd 10. Slip, Slop, Slap markaðsherferð, heilbrigðisstarfsfólk í Ástralíu Mynd 11. Aldursdreifing Mynd 12. Hversu góða þekkingu telur þú þig hafa á mikilvægi D-vítamíns fyrir þína heilsu? Mynd 13. Vissir þú að D-vítamín myndast í húð þinni þegar UVB geislar sólarinnar skína á hana? Mynd 14. Hvað þarf líkaminn langan tíma til að hefja ferli D-vítamín framleiðslu og ná skammti dagsins? Mynd 15. Hvað telur þú að húð þín geti framleitt mikið af D-vítamín AE á dag? Mynd 16. Hvaða tíma dags telurðu að D-vítamín framleiðsla í sól sé möguleg á Íslandi? Mynd 17. Á hvaða tíma ertu almennt úti við virka daga og um helgar á sumrin? Mynd 18. Hvar færðu D-vítamín? Mynd 19. Hvaða hlutverki gegnir D-vítamín í líkamanum? Mynd 20. Veistu hver ráðlagður dagskammtur (RDS) D- vítamíns er á Íslandi? Mynd 21. Hvað telur þú ráðlagðan dagskammt (RDS) D-vítamíns ára í einingum? Mynd 22. Hvað telur þú ráðlagðan dagskammt (RDS) D-vítamíns, yngri en 10 ára vera í einingum? Mynd 23. Hvað telur þú líklegan ráðlagðan dagskammt D-vítamíns, eldri en 70 ára í einingum AE? Mynd 24. Hver telur þú efri mörk ráðlagðar inntöku D-vítamíns fullorðinna á Íslandi? Mynd 25. Meðalgildi D-vítamínforða nmól/l Mynd 26. Hversu góða þekkingu telur þú þig hafa á mikilvægi D-vítamíns fyrir þína heilsu? /Hvað innbyrðir þú margar AE af D-vítamíni á dag? Mynd 27. Hversu notalegt þykir þér að fara út í sólina? Mynd 28. Notar þú sólarvörn? Mynd 29. Hversu mörg % húðar þinnar nær sólin að skína á að jafnaði? Mynd 30. Hversu margar vikur á ári ferðu til sólarlanda? Mynd 31. Tekur þú inn D-vítamín í formi fæðubótarefna? Mynd 32. Tekur þú inn þorska- eða ufsalýsi? Mynd 33. Hvað telurðu að þú innbyrðir margar D-vítamín AE í heild á dag í formi bætiefna? Mynd 34. Hvað borðar þú fisk oft í viku? Mynd 35. Hvaða fisktegund borðar þú oftast? Mynd 36. Hefurðu farið í blóðmælingu á D-vítamín gildum þínum síðustu 24 mánuði? Mynd 37. Hver voru gildin þín? Mynd 38. Veistu hver viðmiðunargildi D-vítamínsforða eiga að vera skv. blóðmælingum? Mynd 39. Þyngdarstuðull (BMI) Mynd 40. Húðlitur Mynd 41. Glímir þú við eftirfarandi einkenni? Mynd 42. Ef kona, hefur þú fætt barn f. Tímann, hversu mikið f. áætlaðan fæðingardag? Mynd 43. Hver er fjöldi á heimili eldri en 18 ára? Mynd 44. Hver er fjöldi á heimili 18 ára og yngri? Mynd 45. Hvar hefurðu fengið fræðslu um D-vítamín? Mynd 46. D-vítamíngjafi og aldur Töfluskrá Tafla 1. D-vítamín 25(OH)D, styrkur og heilsa Tafla 2. Viðmiðunarmörk D-vítamínsforða Tafla 3. Mismunandi viðmið Tafla 4. Æskilegur D-vítamínforði-viðmið ólíkra aðila Tafla 5. Hvaða þekkingu búa þátttakendur yfir?/ráðlagður dagskammtur D- vítamíns í aldurshópnum ára Tafla 6. Hvaða tíma dags er D-vítamínframleiðsla möguleg Listi yfir skammstafanir Alþjóðlegar einingar AE (International units AE) 1,25 díhýdroxí-d- vítamín(1,5(oh)2 D), einnig þekkt sem calcitriol og í þessari ritgerð kallað virk D-vítamín hormón D-vítamín í 25-hýdroxí D-vítamín (25(OH)D), einnig þekkt sem calcidiol og í þessari ritgerð vísað í sem D-vítamín forði RDS er það magn vítamíns sem tengist æskilegum vítamínhag fyrir allan þorra heilbrigðs fólks 11 1 Inngangur Þessi ritgerð er hluti af undirbúningi fyrir forvarnarátak á sviði lýðheilsu sem ber vinnuheitið D-vítamín á 64 N-/ Hvers vegna? Hvar? Hvernig?. Höfundur rannsóknar hefur um tveggja ára skeið haldið fyrirlestra um D-vítamín á norðurslóðum. Forvarnarátakið er liður í að taka verkefnið uppá næsta stig. D-vítamínskortur er alvarlegt heilbrigðisvandamál á Íslandi og um allan heim. Lífstíll fólks, útivera, sólariðkun og mataræði hafa breyst mjög á síðustu árum. Áhugaverð rannsókn á D-vítamínbúskap Íslendinga fór fram árið 2004; þátttakendur voru talsins (70,6% þátttaka). Niðurstöður voru þær að helmingur þátttakenda mældust með D-vítamínforða undir 45 nmól/l og tæplega 15% mældust með D-vítamínforða undir 25nmól/L (Örvar Gunnarsson, Ólafur Skúli Indriðason, Leifur Franzson, Edda Halldórsdóttir og Gunnar Sigurðsson, 2004). Samkvæmt núgildandi leiðbeiningum Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH) er kjörgildi D-vítamínforða nmól/l. Fjöldi fræðigreina fjalla um áhrifavalda D-vítamíns og afleiðingar skorts, en fáar rannsóknir hafa beint sjónum sínum að rót vandans sem er þekking og hegðun fólks, en þar gæti þessi rannsókn komið að gagni. Til að skilja betur hvers vegna D-vítamín er einstakt og á lítið sammerkt með öðrum vítamínum eru fræðin fyrst skoðuð þar sem uppruni, efnaskipti, hlutverk og tengsl sólarljóss eru í aðalhlutverki. Næst eru þekktar afleiðingar D-vítamínsskorts skoðaðar, en þar eru beinsjúkómar fremstir í flokki. Á undanförnum árum hafa vísindamenn beint sjónum sínum í auknum mæli að D- vítamíni, sérstaklega eftir að svokallaður D-vítamínviðtaki var fundinn víða í líkamanum, sem sýnir m.a. fram á víðtækara hlutverk D-vítamíns en áður var talið. Fjallað verður um viðtakann samhliða öðrum nýjum uppgötvunum. Næst verður skoðað hvernig ákjósanlegum D-vítamínforða er náð og tengd atriði. Fjallað verður um valdar rannsóknir um þekkingu og hegðun fólks varðandi D-vítamín. 12 Að loknum ofangreindum efnistökum kemur að aðferðafræðikafla ritgerðarinnar með tilheyrandi formfestu, þá niðurstöðukafla, og loks túlkun á niðurstöðum og ályktun höfundar. Vonast höfundur til þess að niðurstöðurnar megi í náinni framtíð vera gagnlegt innlegg í auknum skilning á því hvar megi bæta þekkingu fólks og þar með hegðun, gagnvart því mikilvæga hlutverki sem D-vítamín gegnir í líkamanum. Undirliggjandi kenning rannsóknarinnar er sú að því betri þekkingu á mikilvægi D- vítamíns og tengdum áhrifavöldum, því líklegra er fólk til að hegða sér í samræmi við það og viðhalda D-vítamínforða innan æskilegs kjörgildis. 13 2 D-vítamín 2.1 Uppruni Um (aldamótin) 1600 voru flest börn sem bjuggu í fjölmennum og menguðum iðnvæddum borgum í Norður- Evrópu með einkenni um afmyndun beina sem einkenndust af skertum vaxtaþroska (Holick, 2006). Á seinni hluta 19. aldar sýndu krufningar í Boston og Leiden í Bandaríkjunum að 80-90% barna höfðu beinkröm. Árið 1822 gerði læknir að nafni Sniadecki, grein fyrir mikilvægi sólar til að fyrirbyggja og lækna beinkröm. Hann hafði tekið eftir því að börn sem bjuggu í húsum þröngra stræta þar sem sólin skein ekki, voru með tíðari tilfelli um beinkröm. Hans ályktanir voru ekki teknar gildar fyrr en um 1890 þegar læknir að nafni Palm, rannsakaði kerfisbundna notkun af sólböðum til að koma í veg fyrir beinkröm í börnum (Holick, 2006). Mynd 1. Forvarnaherferð skrifstofu barna hjá vinnumálastofnun Bandaríkjanna árið 1931 (Children s bureau centennial, 2016). Árið 1919 fann vísindamaður að nafni Hulschinski það út að geislun frá sólarlömpum í eina klukkustund, þrisvar í viku sýndi árangur í meðferð á beinkröm. Hann ályktaði að útfjólubláir (UV) geislar væru óskeikul lækning gegn öllum formum af beinkröm í börnum. Árið 1918 fundu rannsakendur út að lýsisgjöf kom í veg fyrir beinkröm í hvolpum og fékk þessi nýuppgötvaði næringarþáttur heitið D vítamín (Holick, 2006). Snemma á tuttugustu öld voru meira en 80% barna í iðnvæddum ríkjum Evrópu og Ameríku með gríðarlegar afleiðingar af beinkröm (Holick, 2010). Uppgötvanir vísindamanna á því að útfjólubláir geislar eða sólskin komu í veg fyrir og læknuðu beinkröm leiddu til þess að farið var að geisla matvæli þar á meðal mjólk. Þessi breyting ásamt útbreiddri notkun lýsis upprætti beinkröm sem verulegan heilbrigðisvanda í kringum 1930 (Holick, 2010). Ótti við D- vítamíneitrun meðal nýbura leiddi til ástands um 1950 í Bretlandi þar sem nýburar fæddust með yfirkölkun (e. hypercalcemia), en það varð til þess að sett voru lög í Evrópu sem 14 bönnuðu D-vítamín bætt matvæli, þar á meðal mjólkurvörur. Síðar kom í ljós að um Williams heilkenni var um að ræða, en það er genatískur galli, en ekki D-vítamíneitrun. Enn þann dag í dag hræðist fólk D-vítamín og D-vítamínbættar vörur, vegna þessa röngu greiningar (Holick, 2006). 2.2 Efnaskipti og hlutverk D-vítamín er í eðli sínu ekki vítamín, heldur er það forhormón og inniheldur efni sem hægt er að breyta í hormón. Í 750 milljón ár hefur D-vítamín verið framleitt af lífríkinu í formi plöntusvifs og dýrasvifs og flest dýr sem verða fyrir sólarljósi hafa getu til að framleiða D- vítamín (Holick, 2008). D-vítamín er fituleysanlegt, það er náttúrulega til staðar í mjög fáum matvælum, en bætt í önnur og í boði sem fæðubótarefni. Framleiðslan er innbyggð í líkama okkar þegar útfjólubláir geislar sólar (UVB) skína á húðina og kveikja þannig á D3-vítamín framleiðslu. Skilvirkni þess er háð fjölda UVB ljóseinda sem komast inn í húðþekjuna (Holick, 2006). D- vítamín sem fengið er frá áhrifum sólar, matar eða fæðubótarefna er líffræðilega óvirkt og þarf að gangast undir tvö ferli í líkamanum til að nýtast. Fyrra ferlið á sér stað í lifur og breytir D-vítamíni í 25-hýdroxí D-vítamín (25(OH)D), einnig þekkt sem calcidiol og í þessari ritgerð vísað í sem D-vítamínforði. Seinna ferlið er í nýrum og myndar lífeðlisfræðilega virkt 1,25 díhýdroxí-d- vítamín(1,5(oh)2 D), einnig þekkt sem calcitriol og í þessari ritgerð kallað virkt D-vítamínhormón (National Institutes of Health. e.d.). Mynd 2. Mismunandi tegundir D-vítamíns í líkamanum (Jones, Stugnell og DeLuca, 1998). D-vítamín er mikilvægt fyrir þróun, vöxt og viðhald heilbrigðs líkama, sem hefst í móðurkviði og varir út allt lífið. Efnaskipti virka hormónsins er í raun sameind sem er svipuð að uppbyggingu og sterar, nema tvö af fjórum kolefnisatómum eru ótengd, þau eru lykilinn sem opnar lokaðar (e. binding sites) hliðar á genamengi mannsins (National Institutes of Health. 15 e.d.). D-vítamín fæðubótarefni er mælt í alþjóðlegum einingum sem verður vísað í með einingum og AE, (Vitamin D Council, 2011, a). D-vítamín frásogar kalsíum í meltingarvegi og heldur fullnægjandi gildum kalsíum og fosfatsþéttni til að stuðla að eðlilegri steingervingu beina og til að koma í veg fyrir kalkkrampa (National Institutes of Health. e.d.). D-vítamín er nauðsynlegt fyrir vöxt beina og viðhald beinmyndunar- og beinátfrumna. Án fullnægjandi D-vítamíns geta bein orðið þunn, stökk og afmynduð (National Institutes of Health. e.d.). D- vítamín hefur öðrum hlutverkum að gegna í líkamanum, þar á meðal mótun á frumuvexti, tauga- og ónæmiskerfis og dregur úr bólgum. Mörg genabreytt prótein sem stjórna fjölgun frumna, sérhæfingu og frumudauða eru mynduð að hluta til af D-vítamíni. D- vítamínforði í lifur er besti mælikvarðinn á D-vítamínbúskap líkamans. Hann endurspeglar framleiðslu D-vítamíns í gegnum húð, fæðu og fæðubótarefni og hefur nokkuð langa hringrás, helmingunartíma sem er sá tími sem líkaminn nýtir D-vítamínforðann eða 15 daga (National Institutes of Health. e.d.). Virka D-vítamín hormónið er ekki góður mælikvarði á stöðu D-vítamíns í líkamanum vegna þess að helmingunartíminn er stuttur eða 15 klukkustundir og magn minnkar ekki fyrr en D-vítamínskortur er alvarlegur (National Institutes of Health. e.d.). 2.3 Sólarljós Aukning á dekkri húðlit og notkun sólarvarna hafa dregið úr framleiðslu D-vítamíns frá sól um meira en 90%. Hvorutveggja gerir UVB ljóseindum erfitt um vik að komast inní húðþekjuna. Of mikil nánd við sólarljós getur ekki valdið D-vítamín eitrun því sólarljósið eyðileggur umframmagn af D3 vítamíni sem myndast. Flestar UVB ljóseindir frásogast í ósonlaginu, aukning á halla sólarinnar hefur í för með sér aukna vegalengd fyrir UVB ljóseindir og útskýrir hvers vegna framleiðsla á D-vítamíni er mjög lítil í hærri breiddargráðum (fyrir ofan 35 breiddargráðu) frá nóvember til apríl (Holick, 2006). Allir verða fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar og vaxandi fjöldi fólks verður fyrir geislum sem stafa frá iðnaði, verslun og endurvinnslu (World Health Organization, e.d.). Útgeislun sólarinnar er sýnilegt ljós, hiti og UV geislun. Útfjólublá geislun nær yfir 16 bylgjulengd nm (nanómetra) og skiptist í þrjár tíðnir; UVA ( nm), UVB ( nm) og UVC ( nm) Þegar sólarljós fer í gegnum andrúmsloftið frásogast allir UVC geislar og einnig um 90% UVB geisla sökum ósonlagsins, vatnsgufu, súrefnis og koltvísýrings. Útfjólubláir geislar sólarinnar sem ná til jarðar eru aðallega UVA geislar með litlum UVB hlutum (World Health Organization, e.d.). Útfjólubláir geislar sólarinnar aukast við hækkandi sól, en geislunin er breytileg eftir tíma dags og tíma árs. Hámarksgildi næst í kringum hádegi að sumri til og því nær miðbaug sem lönd eru, því meiri útfjólublágeislun. Þynnra andrúmsloft veldur meiri geislun því hærra sem farið er. UV hækkar um 10 til 12% með hverri 100 metra hækkun (World Health Or
Related Search
We Need Your Support
Thank you for visiting our website and your interest in our free products and services. We are nonprofit website to share and download documents. To the running of this website, we need your help to support us.

Thanks to everyone for your continued support.

No, Thanks