Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja - PDF

Description
Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja Rannsókn unnin í tilefni af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun DRÖG Til umræðu Ábendingar eru vel þegnar Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja Rannsókn

Please download to get full document.

View again

of 19
All materials on our website are shared by users. If you have any questions about copyright issues, please report us to resolve them. We are always happy to assist you.
Information
Category:

Psychology

Publish on:

Views: 21 | Pages: 19

Extension: PDF | Download: 0

Share
Transcript
Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja Rannsókn unnin í tilefni af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun DRÖG Til umræðu Ábendingar eru vel þegnar Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja Rannsókn unnin í tilefni af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun Höfundar: Rannveig Traustadóttir Kristín Björnsdóttir James Rice Knútur Birgisson Eiríkur Karl Ólafsson Smith Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja DRÖG 2 EFNISYFIRLIT Samantekt Niðurstöður í hnotskurn Tillögur og ábendingar Inngangur Framkvæmd rannsóknarinnar Eigindlegar rannsóknaraðferðir Þátttakendur Greining á fjölmiðlaumræðu Tölfræðileg gögn Niðurstöður Að verða öryrki Fjöldi öryrkja og orsök örorku Fjárhagslegar aðstæður öryrkja Hvernig tekst fólk á við erfiðar fjárhagsaðstæður? Tilfinningalegar og sálrænar afleiðingar erfiðra aðstæðna Fjölskyldur öryrkja og aðstæður barna og ungmenna Samskipti við kerfið Viðkvæmur áhættuhópur: Öryrkjar á mörkum fátæktar Birtingarmyndir öryrkja í prentmiðlum og netheimum Niðurlag Heimildir Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja DRÖG 3 Niðurstöður í hnotskurn Hér eru helstu niðurstöður rannsóknarinnar settar fram í stuttu máli. 1. Hverjir verða öryrkjar? Í desember 2009 voru öryrkjar talsins. Langalgengustu orsakir örorku eru geðraskanir, 37%, og stoðkerfissjúkdómar, 28%. Samtals eru þetta um 65% allra örykja. Fáir öryrkjar hafa meðfæddar skerðingar eða aðeins rúm 2%. Fjöldi öryrkja eykst mjög eftir miðjan aldur, einkum eftir 40 ára aldur. Langflestir öryrkjar er því fólk sem komið er yfir miðjan aldur og er slitið eða óvinnufært af álagi, sjúkdómum, slysum eða öðrum lífsviðburðum. Þátttakendur í rannsókninni endurspegluðu þetta og margir áttu langa sögu á vinnumarkaði áður en þeir urðu öryrkjar. 2. Fjölgun öryrkja. Af fjölmiðlaumræðu mætti ætla að öryrkjum fjölgaði mjög hratt á Íslandi og að hér á landi væru óvenju margir öryrkjar. Þetta á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Nýjustu tölur um fjölgun öryrkja á 10 ára tímabili sýna svipaða aukningu og á öðrum Norðurlöndum. Fjöldi öryrkja hér á landi er ekki óvenjulega mikill, heldur er hann svipaður eða lægri en í nágrannalöndunum. 3. Fjárhagslegar aðstæður öryrkja. Þátttakendur í rannsókninni áttu það sameiginlegt að hafa lífsviðurværi sitt alfarið eða að stærstum hluta af örorkubótum eða endurhæfingarlífeyri. Niðurstöður okkar sýna það sama og margoft hefur komið fram í öðrum rannsóknum, að örorkubætur eru svo lágar að öryrkjar búa við mjög erfiðan fjárhag og eiga margir í erfiðleikum með að tryggja daglegt viðurværi sitt. Sumir þátttakendur gátu ekki náð endum saman og nokkur hópur fólks í rannsókninni átti ekki fyrir mat eða öðrum nauðsynjum síðasta hluta mánaðarins. Það fólk sem stóð best að vígi fjárhagslega var var í hjónabandi eða í sambúð með manneskju sem var í launavinnu. 4. Öryrkjar við mörk fátæktar. Tilefni þessarar rannsóknar var Evrópuár gegn fátækt. Því var hugað sérstaklega að aðstæðum og afkomu þátttakenda í rannsókninni með hliðsjón af fátækt. Fræðimenn beita fjölbreyttum aðferðum við að mæla, meta og rannsaka fátækt. Niðurstaða okkar er sú að samkvæmt flestum, ef ekki öllum viðurkenndum viðmiðunum, er stór hluti öryrkja annaðhvort fátækur eða skammt frá mörkum fátæktar. Þó að þátttakendur í rannsókninni ættu mörg í miklum fjárhagserfiðleikum litu þau ekki á sig sem fátæk en voru sér meðvituð um að efnahagsleg staða þeirra væri ákaflega viðkvæm og það þyrfti lítið annað en versnandi heilsu, skerðingu á lífeyrisgreiðslum, versnandi skuldastöðu eða annað slíkt til að þau byggju við alvarlega fátækt. 5. Fjölskyldur með börn og unglinga á framfæri. Sá hópur sem verst var staddur fjárhagslega voru fjölskyldur með börn á framfæri, sérstaklega átti það við um einstæðar mæður. Í þessum hópi var fólk sem átti stundum ekki fyrir mat eða öðrum brýnustu nauðsynjum fyrir sig og börn sín og sum leituðu til hjálparstofnana eftir matargjöfum og annarri aðstoð. Þessi hópur bjó við mikla streitu, kvíða og áhyggjur af afkomu fjölskyldunnar. Álagið sem þessu fylgdi hafði mjög neikvæð áhrif á fjölskyldulífið og börnin. Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja DRÖG 4 6. Flókið bótakerfi og miklar tekjutengingar. Bótakerfið og útreikningar að baki því eru afar flóknir og illskiljanlegir sökum margs konar tekjutenginga sem oft er erfitt að átta sig á. Nánast allar greiðslur og tekjur sem öryrkjar fá geta haft áhrif á útreikning bóta. Þetta gerir mönnum ákaflega erfitt fyrir að átta sig á bótakerfinu, bæði þeim sem þiggja bætur og þeim sem vilja kynna sér kerfið. Tekjutengingar bóta gerðu það að verkum að talsvert stór hópur þátttakenda hafði fengið ofgreiddar bætur (til dæmis ef fólk hafði launatekjur yfir ákveðnu marki) og var rukkað um endurgreiðslur. Slíkt gat sett fjárhag fólk í mikið uppnám og gerði það auk þess að verkum að það var erfitt fyrir fólk að skipuleggja fjármál sín. 7. Fólki er gert erfitt eða ómögulegt að bæta fjárhagslegar aðstæður sínar. Vegna flókinna tekjutenginga bótakerfisins er öryrkjum gert erfitt, ef ekki ómögulegt, að breyta fjárhagslegum aðstæðum sínum. Tilraunir þátttakenda í rannsókninni til að hafa áhrif á ytri aðstæður dugðu skammt. Eina úrræðið var að flestra mati að herða sultarólina og hagræða í heimilisrekstri. Varkárni, útsjónarsemi og fyrirhyggja í fjármálum voru þættir sem flestir nefndu sem lykilatriði til að komast af. Öll voru þau sammála um nauðsyn þess að temja sér hófsaman lífsstíl og gera eins litlar kröfur til efnalegra gæða og mögulegt væri. En þrátt fyrir mikla ráðdeild og hagsýni bjuggu flest sem þessi rannsókn tók til við afar erfiða fjárhagsstöðu. Eitt af því sem þátttakendur lögðu áherslu á var mikilvægi þess að geta lagt fé til hliðar til að eiga fyrir óvæntum útgjöldum, en það skiptir sköpum ef fólk á að geta forðast fátækt. Flest þátttakenda gátu það ekki og mörg þeirra bjuggu í vaxandi mæli við fjárhagsþrengingar vegna hækkandi verðs á nauðsynjavörum og þjónustu, frystingu bótagreiðslna og afnáms ýmiss konar afsláttarkjara. 8. Samskipti við kerfið. Þáttakendur í rannsókninni bentu á að kerfið væri flókið og kvörtuðu um að rekast á fjölda hindrana í samskiptum sínum við það. Kerfið sem fólk vísaði til var almannatryggingakerfið, lífeyrissjóðir og hið félagsleg stuðningskerfi. Sum þátttakenda sögðust þurfa að bíða í óratíma í röð eftir þjónustu, sem reyndist íþyngjandi fyrir þau sem voru með hreyfihömlun eða vöðvaþreytu. Sum lýstu dónalegu og hrokafullu viðmóti starfsmanna. Þátttakendur kvörtuðu yfir skorti á upplýsingum frá þeim stofnunum sem annast bótagreiðslur og félagslegan stuðning. Frásagnirnar lýstu því að starfsfólk hefði gefið þeim rangar upplýsingar, þeim hefði mætt starfsfólk sem hafði ekki þekkingu til að sinna starfi sínu og gat ekki skýrt fyrir þeim réttindi þeirra. Tíðar breytingar á kerfinu, ítrekaðar endurskipulagningar á stofnunum og ráðuneytum, uppstokkun eða sameining, breytingar á ábyrgð stofnana, nafnabreytingar, og fleira slíkt gerði það að verkum að þátttakendur áttu fullt í fangi með að fylgjast með öllum þessum breytingum. Mörg þeirra kvörtuðu yfir því að erfitt væri að átta sig á efni bréfa sem bárust frá opinberum stofnunum því að orðalag bréfanna væri skrifræðislegt og illskiljanlegt. 9. Skortur á samráði og gagnsæi. Frásagnir þátttakenda í rannsókninni af árekstrum við kerfið og hindrunum sem þau mættu þar lýstu hjálparleysi og vanmætti. Almennt töldu viðmælendur að ákvarðanir væru teknar af einstökum læknum eða öðrum starfsmönnum án þess að sá öryrki sem málið varðaði hefði möguleika á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þessi kerfisbundni skortur á samráði við þá, sem þurfa á kerfinu að halda og reiða sig á það, var áberandi í viðtölunum. Þátttakendur töldu mikilvægt að vekja athygli á þessu Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja DRÖG 5 því að skortur á gegnsæi ýtti undir tortryggni fólks og grun um að ákvarðanirnar væru teknar af handahófi og geðþótta. Vanmáttartilfinning fólks gagnvart kerfinu hafði einnig þær neikvæðu afleiðingar að sum þátttakenda sögðust veigra sér við að fylgja eftir réttindum sínum eða vefengja ákvarðanir af ótta við að verða refsað eða að bætur þeirra yrðu skertar enn frekar. 10. Tilfinningalegar og sálrænar afleiðingar erfiðra aðstæðna. Erfiðar fjárhagslegar og samfélagslegu aðstæður öryrkja tóku sinn toll og ótti, óöryggi, streita, kvíði og vanlíðan sem fylgdu því að berjast sífellt í bökkum höfðu neikvæð áhrif á líðan og heilsufar. Ekki var óalgengt að þátttakendur í rannsókninni teldu að erfiðar aðstæður hefðu orsakað eða átt þátt í veikindum þeirra, ekki síst þunglyndi og öðrum geðrænum erfiðleikum. Mörg þeirra nefndu einnig neikvæð áhrif sem fylgdu því álagi að fara í gegnum örorkumatsferlið og þurfa að sætta sig við að verða öryrki. Slíkir erfiðleikar bitnuðu hvað verst á þeim hópi öryrkja sem býr við geðræna erfiðleika. Í því sambandi er mikilvægt að muna að þetta er stærsti hópur öryrkja, eða um 40%. 11. Birtingarmyndir öryrkja í prentmiðlum og netheimum. Greining okkar á umfjöllun um öryrkja og aðstæður þeirra í prentmiðlum og netheimum leiddi í ljós nokkur síendurtekin þemu eða þrástef sem staðfestu og ítrekuðu rótgrónar staðalmyndir um öryrkja sem samfélagslega byrði, letingja eða svindlara sem lifðu lúxuslífi á kostnað skattborgaranna. Flest þrástefin voru neikvæð, hluti af orðræðunni jaðraði við að vera hatursfullur, og sumt virtist skrifað í gremju og reiði gagnvart öryrkjum. Ef sú mynd sem birtist í fjölmiðlum er borin saman við raunverulegar aðstæður öryrkja (t.d. eins og þær birtast í niðurstöðum þessarar og fleiri rannsókna) er ljóst að myndin er mjög afbökuð og villandi og umfjöllunin langt frá daglegum veruleika öryrkja. Mikilvægt er að gefa þessari orðræðu gaum því að hún á stóran þátt í að skapa þá mynd sem ríkjandi er af öryrkjum og þar með á félagslega stöðu þeirra, svo og viðhorf og skilning almennings á öryrkjum og aðstæðum þeirra. Full ástæða er til að hafa áhyggjur af þeirri neikvæðu og afbökuðu mynd sem sköpuð er af öryrkjum í fjölmiðlum. 12. Niðurlægjandi aðstæður. Þó að þátttakendur í rannsókninni hafi margir reynt að gera eins gott úr aðstæðum sínum og hugsast gat, áttu mörg þeirra mjög erfitt með að sætta sig við þær niðurlægjandi aðstæður sem þeim voru búnar, áttu erfitt með að horfast í augun við hvernig komið var fyrir þeim og sögðust finna fyrir niðurlægingu og höfnun af hálfu samfélagsins. Í hnotskurn má segja að niðurstöður rannsóknarinnar birti mynd af öryrkjum sem viðkvæmum hópi við mörk fátæktar. Þetta er afar fjölbreyttur hópur en flest innan hans eiga það sameiginlegt að búa við erfiðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður, fordóma og neikvæða og meiðandi opinbera umræðu sem birtir þau sem afætur á samfélaginu eða svindlara sem lifa í lúxus á kostnað samborgaranna. Af opinberri umfjöllun má einnig ráða að það þyki óréttlæti ef öryrki býr við góðar aðstæður. Þess í stað virðast flestir gefa sér að hin réttláta skipan í íslensku samfélagi feli það í sér að öryrkjar eigi heima neðst á botninum. Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja DRÖG 6 Tillögur og ábendingar Hér eru nokkrar nokkrar tillögur og ábendingar um úrbætur. 1. Endurskoða þarf bótakerfið, einfalda það og endurskipuleggja. Taka út þær stífu tekjutengingar sem nú eru til staðar og gera fólki kleift að vinna sig út úr fátæktargildrunni sem öryrkjum er nú haldið í. Endurgreiðslur bóta til Tryggingastofnunar ríkisins þarf að endurskoða. 2. Örorkubætur þurfa að hækka þannig að öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi og átt fyrir brýnustu nauðsynjum fyrir sig og börn sín. 3. Taka þarf tillit til þess aukakostnaðar sem því fylgir oft að vera öryrki, en talið er að öryrkjar þurfi að hafa 15 30% hærri tekjur til að njóta sömu lífskjara og aðrir. 4. Huga þarf sérstaklega að barnafjölskyldum í hópi öryrkja og tryggja öllum börnum viðunandi aðbúnað á æsku og unglingsárum. 5. Huga þarf sérstaklega að þeim hópi öryrkja sem eru með geðræn vandamál. 6. Bæta þarf samskipti milli kerfisins og notenda þess. Gera þarf kerfið notendavænna, afgreiðslur þess gegnsærri og tryggja að notendur hafi meira um sín mál að segja. 7. Notendur þurfa að hafa talsmann sem hefur vald til að gæta hagsmuna þeirra og tryggja þarf að fólk hafi kvörtunarleiðir og geti skotið málum sínum til óháðs aðila. 8. Endurskoða þarf reglur sem miðast við að öryrkjar séu einstaklingar og tryggja að kerfið styðji við fjölskyldulíf fólks. 9. Tryggja þarf auðveldari aðgang að upplýsingum frá kerfinu og að notendur fái upplýsingar á aðgengilegu og skiljanlegu formi. 10. Ríki og sveitarfélög, svo og tryggingakerfið sjálft, þurfa að eiga frumkvæði að því að leiðrétta ranga, villandi og neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum og koma á framfæri réttum upplýsingum. Minnt er á að 8. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks leggur ríkinu á herðar skyldur um vitunarvakningu sem skal vinna á móti staðalímyndum, fordómum og skaðlegum venjum sem tengjast fötluðu fólki og skal hvetja alla fjölmiðla til að gefa mynd af töluðu fólki sem samræmist tilgangi samnings þessa. Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja DRÖG 7 Inngangur Rannsóknin sem hér er kynnt var unnin í tilefni af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun og var eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk í tilefni af Evrópuárinu. Rannsóknin var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar var Rannveig Traustadóttir, prófessor og forstöðumaður Rannsóknasetursins. Kristín Björnsdóttir lektor við Háskóla Íslands var verkefnisstjóri. Auk þess unnu James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith við rannsóknina. Með rannsóknarhópnum starfaði nefnd á vegum Öryrkjabandalags Íslands sem í sátu Guðmundur Magnússon, Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir og Guðrún Hannesdóttir. Mikið hefur verið ritað um öryrkja og málefni þeim tengd á undanförnum misserum og árum. Má þar nefna viðamikla skýrslu sem Stefán Ólafsson birti árið 2005 og veitti ítarlegt yfirlit um aðstæður öryrkja á Íslandi í samanburði við önnur vestræn lönd. Árið 2010 komu út nokkrar skýrslur, meðal annars skýrsla Rauða krossins á Íslandi (2010), Hvar þrengir að? þar sem kannað er hvaða hópar á Íslandi standi höllum fæti umfram aðra. Niðurstaðan var sú að öryrkjar væru meðal þeirra hópa. Þá birti Guðrún Hannesdóttir (2010) viðamikla úttekt, Lífskjör og hagir öryrkja, þar sem er að finna tölfræðilegar upplýsingar um lífskjör og aðstæður öryrkja, svo sem fjölskylduaðstæður, húsnæði, afkomu, heilsufar og orsök örorku, menntun og atvinnu, virkni og samfélagsþátttöku og margt fleira. Auk þessa er að finna mikið af tölfræðilegum upplýsingum um öryrkja á vefsíðu Tryggingastofnunar ríkisins, Það skortir því ekki á upplýsingar um öryrkja, en það sem einkennir þær sem fyrir liggja er að þær eru flestar í formi tölfræðilegra gagna (eins og skýrslur Guðrúnar Hannesdóttur og Stefáns Ólafssonar) eða þær byggja á lýsingum annars fólks af aðstæðum öryrkja (eins og í skýrslu Rauða krossins). Í rannsókninni sem hér er kynnt er hins vegar lögð áhersla á að tala við öryrkja sjálfa um aðstæður þeirra, daglegt líf, reynslu og afkomu. Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á efnahagslegum og félagslegum aðstæðum öryrkja og að öðlast skilning á birtingarmyndum mismununar, fordóma, fátæktar og félagslegrar aðgreiningar í lífi þeirra. Beitt var eigindlegum rannsóknaraðferðum, meðal annars viðtölum þar sem fólk var beðið að lýsa með eigin orðum lífi sínu og aðstæðum. Rannsókninni var jafnframt ætlað að veita vísbendingar um hvar úrbóta sé þörf og leggja grunn að tillögum og aðgerðum sem eru til þess fallnar að fyrirbyggja og draga úr fátækt, mismunun og félagslegri aðgreiningu öryrkja. Síðari hluta árs 2010 var mikil umræða um kjör og aðstæður öryrkja í fjölmiðlum. Við töldum mikilvægt að greina þessa umræðu og rýna í þá mynd sem þar birtist af öryrkjum til að skilja betur ríkjandi hugmyndir um stöðu öryrkja í íslensku samfélagi. Nánar er fjallað um framkvæmd rannsóknarinnar í kaflanum hér á eftir. Nýjung þessarar rannsóknar felst í því að hér birtist sjónarhorn öryrkja sjálfra og frásagnir þeirra af reynslu sinni, aðstæðum og afkomu. Greining okkar á fjölmiðlaumræðu og birtingarmyndum öryrkja í prentmiðlum og netheimum er einnig nýtt framlag og eykur þekkingu á aðstæðum öryrkja í islensku samfélagi. Við töldum brýnt að greina þessa umræðu því að hún á stóran þátt í að skapa þá mynd sem ríkjandi er af öryrkjum og þar með félagslega stöðu þeirra, viðhorf og skilning almennings Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja DRÖG 8 á öryrkjum og aðstæðum þeirra. Hin opinbera fjölmiðlaumræða er því mikilvægur þáttur sem ekki hefur fengið athygli fræðimanna fyrr en nú. Við rannsóknarvinnuna kynntum við okkur skrif annarra um efnið, meðal annars skýrslurnar sem nefndar eru hér að framan, en einnig skrif Hörpu Njáls (2003) og fleiri um fátækt. Þá litum við til þess sem alþjóðastofnanir hafa birt nýlega, svo sem skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (European Commission, 2010) um fátækt og félagslega einangrun, og skýrslu Alþjóðabankans, Handbook on Poverty and Inequality (Haughton og Khandker, 2009) þar sem er að finna ítarlega greiningu á fátækt og mismunun í heiminum og greinargerð um helstu aðferðir við að mæla, meta og greina fátækt. Loks litum við til rannsókna í öðrum Evrópulöndum sem lúta að lífsgæðum, afkomu, félagslegum aðstæðum, samfélagsþátttöku, og þeim aukakostnaði sem fylgir því yfirleitt að búa við fötlun eða örorku (Gannon og Nolan, 2006; National Disability Authority, 2004). Fremst í skýrslunni er að finna samantekt þar sem niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í hnotskurn ásamt tillögum og ábendingum um úrbætur og aðgerðir. Framkvæmd rannsóknarinnar Vinna við rannsóknina hófst í maí 2010 og lauk í desember sama ár. Markmið hennar var að afla þekkingar á efnahagslegum og félagslegum aðstæðum öryrkja og öðlast skilning á birtingarmyndum mismununar, fordóma, fátæktar og félagslegrar aðgreiningar í lífi þeirra. Lögð var áhersla á að öðlast s
Related Search
Similar documents
View more...
We Need Your Support
Thank you for visiting our website and your interest in our free products and services. We are nonprofit website to share and download documents. To the running of this website, we need your help to support us.

Thanks to everyone for your continued support.

No, Thanks